Borgarstjórinn á mannamáli 25. janúar 2008 17:55 Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun
Ólafur F. Magnússon verður aðalgestur minn í Mannamáli á sunnudag. Það er margs að spyrja, einkum erfiðra spurninga. Ólafur er sagður dulur maður, duglegur og viðkvæmur - og jafnframt "sýklahræddur" eins og fram kemur í forvitnilegri nærmynd í DV í dag. Ég ætla að sauma að kallinum - en mannlegi þátturinn fær vissulega að fljóta með enda er borgarstjóri afskaplega opinber persóna. Tvær skeleggustu blaðakonur landsins, þær Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir munu svo meta pólitíska andrúmsloftið í borginni og dæma menn og annan; hver er hinn raunverulegi sigurvegari og hver er taparinn ... og hvernig er komið fyrir blessaðri pólitíkinni. Kata Jakobs og Einar Már verða svo á sínum stað og eins slaufan í lok þáttar þar sem ég ætla að fara nokkrum fallegum orðum um veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri - og er svo sem tími til kominn. Allt í opinni eftir fréttir á sunnudagskvöld. Yifrlýsingar og aftur yfirlýsingar - á mannamáli ... -SER.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun