Handbolti

Hamburg í annað sætið

Marcin Lijewski var markahæstur hjá Hamburg í kvöld
Marcin Lijewski var markahæstur hjá Hamburg í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur var í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hamburg vann nauman útisigur á Wetzlar 29-28 á útivelli.

Marcin Lijewski skoraði 8 mörk fyrir Hamburg og Hans Lindberg 6 en Sven-Sören Christophersen skoraði 11 mörk fyrir Wetzlar.

Hamburg er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig líkt og Lemgo og Magdeburg, en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar eru sem fyrr á toppnum með 35 stig og á gríðarlegri siglingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×