Handbolti

Hamburg lagði Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Bongarts

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu í dag fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 31-25.

Guðjón Valur var annar markahæstu leikmanna liðsins með sex mörk. Rhein-Neckar Löwen er með fjórtán stig í áttunda sæti en Hamburg í sjötta sætinu með sautján stig.

Þá skoraði Jaliesky Garcia eitt mark fyrir Göppingen sem vann góðan sigur á Nordhorn, 32-25. Dragos-Nicolae Oprea fór mikinn í liði Göppingen og skoraði þrettán mörk.

Göppingen er í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig en Nordhorn í því tíunda með þrettán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×