Handbolti

Birkir Ívar skrifar undir hjá Haukum

Birkir ívar Guðmundsson
Birkir ívar Guðmundsson

Landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson hefur ákveðið að snúa heim til Hauka í sumar og hefur gert 3 ára samning við félagið.

Birkir Ívar fór í atvinnumennsku frá Haukum árið 2006 og hefur hann leikið með TUS N-Lübbecke í Þýskalandi síðastliðin 2 tímabil. Birkir Ívar er 32 ára og hefur leikið 145 landsleiki fyrir Ísland.

Hann er núna í landsliðshópi Guðmundar sem freistir þess að tryggja Íslandi þátttöku á Ólympíuleikunum í Peking í sumar og Heimsmeistaramótinu í Króatíu í janúar næstkomandi.

Tilkoma Birkis er góður liðsstyrkur fyrir Íslandsmeistaralið Hauka sem hefur tryggt sér þátttöku í forkeppni Champions League.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×