Handbolti

Frábær sigur hjá Haukum

Birkir Ívar átti góðan leik í marki Hauka
Birkir Ívar átti góðan leik í marki Hauka Mynd/Daníel

Haukar unnu í dag frækinn 27-26 sigur á ungverska liðinu Veszprém í Meistaradeildinni í handbolta. Haukar höfðu yfir í hálfleik 16-10 og juku enn á forskotið í síðari hálfleik, en eins og búast mátti við náðu gestirnir að saxa á forskotið.

Heimamenn héldu þó haus og náðu þarna að innbyrða annan sigur sinn í þremur leikjum í riðlinum. Haukar, Veszprém og Flensburg eru efst og jöfn í riðlinum með fjögur stig en Zaporozhye er án stiga.

Freyr Brynjarsson var markahæstur í liði Hauka í dag með 8 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 5. Þá var Birkir Ívar Guðmundsson drjúgur í markinu.

Nánari umfjöllun um leikinn kemur hér á Vísi í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×