Sterkasta liðið frá upphafi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2008 16:15 Sigurður Sveinsson er sérfræðingur Vísis um EM í handbolta. „Ég held að við komumst í undanúrslit rétt eins og við gerðum á EM í Svíþjóð," sagði Sigurður Sveinsson, sérfræðingur Vísis um EM í handbolta. „Ég hef alltaf verið mjög bjartsýnn fyrir okkar hönd í gegnum árin og tel ég að þetta sé líklega sterkasta landslið Íslands frá upphafi sem hefur tekið þátt í stórmóti." Sigurð Val Sveinsson þarf ekki að kynna fyrir íslenskum handboltaáhugamönnum. Hann verður einn þriggja sérfræðinga Vísis á EM-vef síðunnar og mun reglulega tjá sig um gengi íslenska liðsins á EM í handbolta sem hefst í Noregi á fimmtudaginn kemur. Ásamt Sigurði verða Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, og Patrekur Jóhannesson, fyrrum landsliðsmaður, Vísi innan handar í umfjöllun sinni um EM í handbolta. „Jaliesky Garcia er í góðu formi, Logi Geirsson er búinn að ná sér og ef Einar „fallbyssa "Hólmgeirsson fær meiri leikæfingu held ég að þetta verði sterkasta landslið sem við höfum átt." „En eins og svo oft áður er það bæði vörnin og markvarslan sem gæti orðið Akkilesarhæll okkar á mótinu. Ég tel samt að það vegur á móti hversu fjölbreytt og gott sóknarlið við erum með." Ísland mætir Svíum í fyrsta leik á mótinu en er auk þess í riðli með Slóvakíu og Frakklandi. „Það er alveg ljóst að við verðum að vinna annað hvort Svía eða Frakka til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitunum. Og ég tel að það sé mjög gott að mæta Svíum í fyrsta leik." Ef Ísland kemst áfram í milliriðlakeppnina er næsta víst að þar munu Þjóðverjar og Spánverjar bíða strákanna. „Það er gífurleg press á Þjóðverjum. Mér finnst að þeir séu ekki með eins sterkt lið og þeir voru með þegar þeir urðu heimsmeistarar í fyrra og ég held að þeir eigi eftir að gera í brók á þessu móti, því miður fyrir þá." „Spánverjarnir eru alltaf mjög sterkir en þeir hafa verið að dala síðan þeir urðu heimsmeistarar árið 2005.“ Leikjaálagið á mótinu verður gríðarlega mikið og segir Sigurður að það verði algjört lykilatriði að halda öllum leikmönnum íslenska liðsins heilum. „Það er mikilvægt að Alfreð byrji strax að rúlla á mörgum mönnum strax í fyrsta leik. Það má ekki spila á sömu mönnunum en það hefur oft reynst okkur dýrkeypt þegar lengra er komið í mótinu.“ „En það er klárt að þetta er ótrúlega sterkt mót. Við verðum helst að vonast til þess að Slóvakía nái að klípa stig af Frökkum eða Svíum. Ég held að við eigum góða möguleika á að spila í undanúrslitunum en það getur líka farið illa af við byrjum ekki nægilega vel.“ Danir hafa verið yfirlýsingaglaðir í aðdraganda mótsins en Sigurður gefur lítið fyrir það. „Þeir hafa sagt að þeir ætli sér gullið og svo Ólympíugullið þar næst. En miðað við hvað ég hef séð til þeirra finnst mér þeir helmingi lélegri nú en þeir voru á síðasta EM. Þeir eru ekki að spila jafn hraðan og skemmtilegan bolta og þeir gerðu áður. En þeir komast örugglega langt.“ „Svo er spurning hvað skíðastökkvararnir gera. Þeir eru á heimavelli og virðast vera með skemmtmilegt lið. Hingað til hafa Norðmenn hins vegar klikkað þegar mótin byrja. Ég býst þó við því að þeir verði þrælgóðir á þessu móti.“ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
„Ég held að við komumst í undanúrslit rétt eins og við gerðum á EM í Svíþjóð," sagði Sigurður Sveinsson, sérfræðingur Vísis um EM í handbolta. „Ég hef alltaf verið mjög bjartsýnn fyrir okkar hönd í gegnum árin og tel ég að þetta sé líklega sterkasta landslið Íslands frá upphafi sem hefur tekið þátt í stórmóti." Sigurð Val Sveinsson þarf ekki að kynna fyrir íslenskum handboltaáhugamönnum. Hann verður einn þriggja sérfræðinga Vísis á EM-vef síðunnar og mun reglulega tjá sig um gengi íslenska liðsins á EM í handbolta sem hefst í Noregi á fimmtudaginn kemur. Ásamt Sigurði verða Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, og Patrekur Jóhannesson, fyrrum landsliðsmaður, Vísi innan handar í umfjöllun sinni um EM í handbolta. „Jaliesky Garcia er í góðu formi, Logi Geirsson er búinn að ná sér og ef Einar „fallbyssa "Hólmgeirsson fær meiri leikæfingu held ég að þetta verði sterkasta landslið sem við höfum átt." „En eins og svo oft áður er það bæði vörnin og markvarslan sem gæti orðið Akkilesarhæll okkar á mótinu. Ég tel samt að það vegur á móti hversu fjölbreytt og gott sóknarlið við erum með." Ísland mætir Svíum í fyrsta leik á mótinu en er auk þess í riðli með Slóvakíu og Frakklandi. „Það er alveg ljóst að við verðum að vinna annað hvort Svía eða Frakka til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitunum. Og ég tel að það sé mjög gott að mæta Svíum í fyrsta leik." Ef Ísland kemst áfram í milliriðlakeppnina er næsta víst að þar munu Þjóðverjar og Spánverjar bíða strákanna. „Það er gífurleg press á Þjóðverjum. Mér finnst að þeir séu ekki með eins sterkt lið og þeir voru með þegar þeir urðu heimsmeistarar í fyrra og ég held að þeir eigi eftir að gera í brók á þessu móti, því miður fyrir þá." „Spánverjarnir eru alltaf mjög sterkir en þeir hafa verið að dala síðan þeir urðu heimsmeistarar árið 2005.“ Leikjaálagið á mótinu verður gríðarlega mikið og segir Sigurður að það verði algjört lykilatriði að halda öllum leikmönnum íslenska liðsins heilum. „Það er mikilvægt að Alfreð byrji strax að rúlla á mörgum mönnum strax í fyrsta leik. Það má ekki spila á sömu mönnunum en það hefur oft reynst okkur dýrkeypt þegar lengra er komið í mótinu.“ „En það er klárt að þetta er ótrúlega sterkt mót. Við verðum helst að vonast til þess að Slóvakía nái að klípa stig af Frökkum eða Svíum. Ég held að við eigum góða möguleika á að spila í undanúrslitunum en það getur líka farið illa af við byrjum ekki nægilega vel.“ Danir hafa verið yfirlýsingaglaðir í aðdraganda mótsins en Sigurður gefur lítið fyrir það. „Þeir hafa sagt að þeir ætli sér gullið og svo Ólympíugullið þar næst. En miðað við hvað ég hef séð til þeirra finnst mér þeir helmingi lélegri nú en þeir voru á síðasta EM. Þeir eru ekki að spila jafn hraðan og skemmtilegan bolta og þeir gerðu áður. En þeir komast örugglega langt.“ „Svo er spurning hvað skíðastökkvararnir gera. Þeir eru á heimavelli og virðast vera með skemmtmilegt lið. Hingað til hafa Norðmenn hins vegar klikkað þegar mótin byrja. Ég býst þó við því að þeir verði þrælgóðir á þessu móti.“
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira