Handbolti

Báðir leikir Íslands í beinni á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigfús Sigurðsson er með B-liðinu í Noregi en Ólafur Stefánsson mætir Tékkum með A-liðinu í dag.
Sigfús Sigurðsson er með B-liðinu í Noregi en Ólafur Stefánsson mætir Tékkum með A-liðinu í dag. Mynd/Pjetur

Vísir mun vera með beina textalýsingu frá báðum leikjum íslenska handboltalandsliðsins í dag.

Klukkan 16.00 mætir íslenska A-liðið Tékkum í Laugardalshöll í fyrri leik liðanna af tveimur. Sá síðari er á dagskrá annað kvöld.

Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins áður en EM í Noregi hefst á fimmtudaginn þar sem Ísland mætir Svíþjóð í fyrsta leik.

Íslenska B-landsliðið er í eldlínunni í Posten Cup-mótinu í Noregi en liðið mætir heimamönnum klukkan 18.15 í Lillehammer í kvöld.

Í gær vann B-liðið góðan sigur á Portúgal, 32-27, en þar áður tapaði það klaufalega fyrir Ungverjum, 28-27. Norðmenn hafa unnið báða leiki sína til þessa en öll liðin, fyrir utan Ísland, eru með sinn sterkasta hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×