Voru afslappaðir og sýndu sitt besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2008 21:52 Patrekur Jóhannesson er einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Þetta er mikill léttir. Fyrst og fremst fyrir Alfreð, strákana og alla þá sem eru í kringum liðið. Svo líka fyrir alla þá sem hafa áhuga á handbolta," sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland vann í kvöld langþráðan sigur á EM í handbolta er liðið vann átta marka sigur á Ungverjalandi, 36-28. „Fyrir leikinn vissu strákarnir að þeir myndu ekki ná markmiði sínu um sæti í undanúrslitum. Þeir fóru því afslappaðir í þennan leik og ætluðu sér að hafa gaman af. Þeir vissu að það væri engu að tapa og voru mjög afslappaðir í leiknum." „Leikurinn við Svía var það mikilvægur að leikmenn réðu einfaldlega ekki við andlegu hlið leiksins. En í dag lék liðið frábærlega. Snorri Steinn steig upp og fleiri leikmenn gerðu það líka. Ég held að þar hafi andlegi þátturinn skipt sköpum og af því að menn voru afslappaðir náðu þeir að sýna sitt besta." Snorri Steinn hefur verið langt frá sínu besta í mótinu en hann skoraði ellefu mörk í dag og var besti maður íslenska liðsins ásamt Hreiðari Guðmundssyni markverði. „Ég veit það sjálfur sem leikmaður að besta svarið við gagnrýni er með bættum leik inn á sjálfum vellinum, í stað þess að reyna að koma með útskýringar. Leikmenn hafa verið mjög hreinskilnir hvað þetta varðar og Alfreð líka. Þeir hafa viðurkennt að leikur liðsins á mótinu hefur ekki verið nægilega góður." „En þeir eiga líka að fá að heyra þegar þeir spila vel og það gerðu þeir svo sannarlega í dag. Ég vona að þeir haldi sínu striki á morgun og komi jafn afslappaðir til leiks þá. Þá getur allt gerst. Það gæti jafnvel þróast þannig að við fáum að spila um 7.-8. sætið sem er frábær árangur. EM er einfaldlega það sterkt mót, það er sterkara en HM." Fyrir mót var eitt helsta vandamál íslenska liðsins talin vera markvarslan. En þeir Hreiðar og Birkir Ívar Guðmundsson hafa staðið sig vonum framar á mótinu. „Ég er ánægður með frammistöðu markvarðanna en það verður að athuga hvaða viðmið menn hafa. Í leikjunum gegn Svíum og Þjóðverjum þurftum við á stöðugri markvörslu að halda og hún þarf að hjálpa okkur í slíkjum leikjum. Ég vil þó alls ekki gera lítið úr frammistöðu Hreiðars því hann átti frábæran leik í dag." „En markvarslan þarf að hjálpa okkur í öllum leikjum eins og hún gerir til dæmis hjá Frökkum, Þjóðverjum og Svíum." Patrekur segir að það séu miklar öfgar í handboltaáhuga Íslendinga og að það sé allt í lagi. „Stærsti hluti þjóðarinnar fylgist með gengi landsliðsins og allir hafa sína skoðun. Sjálfur hef ég upplifað allt í þessu. Eftir EM í Svíþjóð árið 2002 voru leikmenn hylltir í Smáralindinni en tveimur árum síðar, eftir EM í Slóveníu, nenntu fjölskyldumeðlimir varla að sækja leikmenn á flugvöllinn," sagði Patrekur og hló. „En leikmennirnir sjálfir settu sér háleit markmið og verða að standa og falla með því - eins og þeir hafa reyndar gert. Svo veit maður ekkert hvernig stemningin verður hjá landanum fyrir næsta mót. Kannski verða allir búnir að afskrifa liðið þá og þá nær það frábærum árangri." Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
„Þetta er mikill léttir. Fyrst og fremst fyrir Alfreð, strákana og alla þá sem eru í kringum liðið. Svo líka fyrir alla þá sem hafa áhuga á handbolta," sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland vann í kvöld langþráðan sigur á EM í handbolta er liðið vann átta marka sigur á Ungverjalandi, 36-28. „Fyrir leikinn vissu strákarnir að þeir myndu ekki ná markmiði sínu um sæti í undanúrslitum. Þeir fóru því afslappaðir í þennan leik og ætluðu sér að hafa gaman af. Þeir vissu að það væri engu að tapa og voru mjög afslappaðir í leiknum." „Leikurinn við Svía var það mikilvægur að leikmenn réðu einfaldlega ekki við andlegu hlið leiksins. En í dag lék liðið frábærlega. Snorri Steinn steig upp og fleiri leikmenn gerðu það líka. Ég held að þar hafi andlegi þátturinn skipt sköpum og af því að menn voru afslappaðir náðu þeir að sýna sitt besta." Snorri Steinn hefur verið langt frá sínu besta í mótinu en hann skoraði ellefu mörk í dag og var besti maður íslenska liðsins ásamt Hreiðari Guðmundssyni markverði. „Ég veit það sjálfur sem leikmaður að besta svarið við gagnrýni er með bættum leik inn á sjálfum vellinum, í stað þess að reyna að koma með útskýringar. Leikmenn hafa verið mjög hreinskilnir hvað þetta varðar og Alfreð líka. Þeir hafa viðurkennt að leikur liðsins á mótinu hefur ekki verið nægilega góður." „En þeir eiga líka að fá að heyra þegar þeir spila vel og það gerðu þeir svo sannarlega í dag. Ég vona að þeir haldi sínu striki á morgun og komi jafn afslappaðir til leiks þá. Þá getur allt gerst. Það gæti jafnvel þróast þannig að við fáum að spila um 7.-8. sætið sem er frábær árangur. EM er einfaldlega það sterkt mót, það er sterkara en HM." Fyrir mót var eitt helsta vandamál íslenska liðsins talin vera markvarslan. En þeir Hreiðar og Birkir Ívar Guðmundsson hafa staðið sig vonum framar á mótinu. „Ég er ánægður með frammistöðu markvarðanna en það verður að athuga hvaða viðmið menn hafa. Í leikjunum gegn Svíum og Þjóðverjum þurftum við á stöðugri markvörslu að halda og hún þarf að hjálpa okkur í slíkjum leikjum. Ég vil þó alls ekki gera lítið úr frammistöðu Hreiðars því hann átti frábæran leik í dag." „En markvarslan þarf að hjálpa okkur í öllum leikjum eins og hún gerir til dæmis hjá Frökkum, Þjóðverjum og Svíum." Patrekur segir að það séu miklar öfgar í handboltaáhuga Íslendinga og að það sé allt í lagi. „Stærsti hluti þjóðarinnar fylgist með gengi landsliðsins og allir hafa sína skoðun. Sjálfur hef ég upplifað allt í þessu. Eftir EM í Svíþjóð árið 2002 voru leikmenn hylltir í Smáralindinni en tveimur árum síðar, eftir EM í Slóveníu, nenntu fjölskyldumeðlimir varla að sækja leikmenn á flugvöllinn," sagði Patrekur og hló. „En leikmennirnir sjálfir settu sér háleit markmið og verða að standa og falla með því - eins og þeir hafa reyndar gert. Svo veit maður ekkert hvernig stemningin verður hjá landanum fyrir næsta mót. Kannski verða allir búnir að afskrifa liðið þá og þá nær það frábærum árangri."
Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira