Voru afslappaðir og sýndu sitt besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2008 21:52 Patrekur Jóhannesson er einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Þetta er mikill léttir. Fyrst og fremst fyrir Alfreð, strákana og alla þá sem eru í kringum liðið. Svo líka fyrir alla þá sem hafa áhuga á handbolta," sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland vann í kvöld langþráðan sigur á EM í handbolta er liðið vann átta marka sigur á Ungverjalandi, 36-28. „Fyrir leikinn vissu strákarnir að þeir myndu ekki ná markmiði sínu um sæti í undanúrslitum. Þeir fóru því afslappaðir í þennan leik og ætluðu sér að hafa gaman af. Þeir vissu að það væri engu að tapa og voru mjög afslappaðir í leiknum." „Leikurinn við Svía var það mikilvægur að leikmenn réðu einfaldlega ekki við andlegu hlið leiksins. En í dag lék liðið frábærlega. Snorri Steinn steig upp og fleiri leikmenn gerðu það líka. Ég held að þar hafi andlegi þátturinn skipt sköpum og af því að menn voru afslappaðir náðu þeir að sýna sitt besta." Snorri Steinn hefur verið langt frá sínu besta í mótinu en hann skoraði ellefu mörk í dag og var besti maður íslenska liðsins ásamt Hreiðari Guðmundssyni markverði. „Ég veit það sjálfur sem leikmaður að besta svarið við gagnrýni er með bættum leik inn á sjálfum vellinum, í stað þess að reyna að koma með útskýringar. Leikmenn hafa verið mjög hreinskilnir hvað þetta varðar og Alfreð líka. Þeir hafa viðurkennt að leikur liðsins á mótinu hefur ekki verið nægilega góður." „En þeir eiga líka að fá að heyra þegar þeir spila vel og það gerðu þeir svo sannarlega í dag. Ég vona að þeir haldi sínu striki á morgun og komi jafn afslappaðir til leiks þá. Þá getur allt gerst. Það gæti jafnvel þróast þannig að við fáum að spila um 7.-8. sætið sem er frábær árangur. EM er einfaldlega það sterkt mót, það er sterkara en HM." Fyrir mót var eitt helsta vandamál íslenska liðsins talin vera markvarslan. En þeir Hreiðar og Birkir Ívar Guðmundsson hafa staðið sig vonum framar á mótinu. „Ég er ánægður með frammistöðu markvarðanna en það verður að athuga hvaða viðmið menn hafa. Í leikjunum gegn Svíum og Þjóðverjum þurftum við á stöðugri markvörslu að halda og hún þarf að hjálpa okkur í slíkjum leikjum. Ég vil þó alls ekki gera lítið úr frammistöðu Hreiðars því hann átti frábæran leik í dag." „En markvarslan þarf að hjálpa okkur í öllum leikjum eins og hún gerir til dæmis hjá Frökkum, Þjóðverjum og Svíum." Patrekur segir að það séu miklar öfgar í handboltaáhuga Íslendinga og að það sé allt í lagi. „Stærsti hluti þjóðarinnar fylgist með gengi landsliðsins og allir hafa sína skoðun. Sjálfur hef ég upplifað allt í þessu. Eftir EM í Svíþjóð árið 2002 voru leikmenn hylltir í Smáralindinni en tveimur árum síðar, eftir EM í Slóveníu, nenntu fjölskyldumeðlimir varla að sækja leikmenn á flugvöllinn," sagði Patrekur og hló. „En leikmennirnir sjálfir settu sér háleit markmið og verða að standa og falla með því - eins og þeir hafa reyndar gert. Svo veit maður ekkert hvernig stemningin verður hjá landanum fyrir næsta mót. Kannski verða allir búnir að afskrifa liðið þá og þá nær það frábærum árangri." Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
„Þetta er mikill léttir. Fyrst og fremst fyrir Alfreð, strákana og alla þá sem eru í kringum liðið. Svo líka fyrir alla þá sem hafa áhuga á handbolta," sagði Patrekur Jóhannesson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Ísland vann í kvöld langþráðan sigur á EM í handbolta er liðið vann átta marka sigur á Ungverjalandi, 36-28. „Fyrir leikinn vissu strákarnir að þeir myndu ekki ná markmiði sínu um sæti í undanúrslitum. Þeir fóru því afslappaðir í þennan leik og ætluðu sér að hafa gaman af. Þeir vissu að það væri engu að tapa og voru mjög afslappaðir í leiknum." „Leikurinn við Svía var það mikilvægur að leikmenn réðu einfaldlega ekki við andlegu hlið leiksins. En í dag lék liðið frábærlega. Snorri Steinn steig upp og fleiri leikmenn gerðu það líka. Ég held að þar hafi andlegi þátturinn skipt sköpum og af því að menn voru afslappaðir náðu þeir að sýna sitt besta." Snorri Steinn hefur verið langt frá sínu besta í mótinu en hann skoraði ellefu mörk í dag og var besti maður íslenska liðsins ásamt Hreiðari Guðmundssyni markverði. „Ég veit það sjálfur sem leikmaður að besta svarið við gagnrýni er með bættum leik inn á sjálfum vellinum, í stað þess að reyna að koma með útskýringar. Leikmenn hafa verið mjög hreinskilnir hvað þetta varðar og Alfreð líka. Þeir hafa viðurkennt að leikur liðsins á mótinu hefur ekki verið nægilega góður." „En þeir eiga líka að fá að heyra þegar þeir spila vel og það gerðu þeir svo sannarlega í dag. Ég vona að þeir haldi sínu striki á morgun og komi jafn afslappaðir til leiks þá. Þá getur allt gerst. Það gæti jafnvel þróast þannig að við fáum að spila um 7.-8. sætið sem er frábær árangur. EM er einfaldlega það sterkt mót, það er sterkara en HM." Fyrir mót var eitt helsta vandamál íslenska liðsins talin vera markvarslan. En þeir Hreiðar og Birkir Ívar Guðmundsson hafa staðið sig vonum framar á mótinu. „Ég er ánægður með frammistöðu markvarðanna en það verður að athuga hvaða viðmið menn hafa. Í leikjunum gegn Svíum og Þjóðverjum þurftum við á stöðugri markvörslu að halda og hún þarf að hjálpa okkur í slíkjum leikjum. Ég vil þó alls ekki gera lítið úr frammistöðu Hreiðars því hann átti frábæran leik í dag." „En markvarslan þarf að hjálpa okkur í öllum leikjum eins og hún gerir til dæmis hjá Frökkum, Þjóðverjum og Svíum." Patrekur segir að það séu miklar öfgar í handboltaáhuga Íslendinga og að það sé allt í lagi. „Stærsti hluti þjóðarinnar fylgist með gengi landsliðsins og allir hafa sína skoðun. Sjálfur hef ég upplifað allt í þessu. Eftir EM í Svíþjóð árið 2002 voru leikmenn hylltir í Smáralindinni en tveimur árum síðar, eftir EM í Slóveníu, nenntu fjölskyldumeðlimir varla að sækja leikmenn á flugvöllinn," sagði Patrekur og hló. „En leikmennirnir sjálfir settu sér háleit markmið og verða að standa og falla með því - eins og þeir hafa reyndar gert. Svo veit maður ekkert hvernig stemningin verður hjá landanum fyrir næsta mót. Kannski verða allir búnir að afskrifa liðið þá og þá nær það frábærum árangri."
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira