Lífið er einfalt Dr. Gunni skrifar 13. nóvember 2008 06:00 Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi. Mánuðum saman var varað við kreppu. Geir brosti bara og gerði ekki neitt. Svo einn mánudaginn fór allt í steik. Þetta þegar Geir bað Guð um að blessa þjóðina var eins og - ef ég smætta íslensku þjóðina niður í sjálfan mig - að fá martraðarkennda símhringingu frá bankanum: Þú skuldar hundrað milljónir í yfirdrátt og nú þurfum við að fella hann niður! Hvað viltu gera? Síðan er liðinn mánuður og ekkert hefur gerst. Sama liðið og talaði í klisjukenndum myndlíkingum um brimskafla og björgunaraðgerðir situr sem fastast, en talar nú um frekan skríl. Það er engin auðmýkt í boði þótt fylgið sé hrunið og þjóðin fái kláðaútbrot um allan líkamann þegar liðið lætur svo lítið að birtast, sjálfumglatt og segjandi ekki neitt. Þarf með valdi að draga þetta lið með buxurnar á hælunum af gullklósettunum? Ég er reiður en nenni ekki að vera reiður endalaust. Lýðheilsustofnun varar við því. Maður verður að trúa því að réttlætið sigri að lokum. Það verður bara að gera það, meira að segja á Íslandi, ormétnasta spillingarbæli í heimi. Ég fer ekki fram á mikið. Bara algjöra uppstokkun á flestum sviðum samfélagsins og ekki síst á hugarfarinu. Að stjórnvöld beri hag „almennings" fyrst og fremst fyrir brjósti, ekki hag elítunnar og sjálfs síns. Ég vil fá að lifa lífinu uppréttur, ala upp börnin mín og komast kannski einu sinni á ári til útlanda án þess að þurfa að strita allan sólarhringinn. Ég vil ekki þurfa að líða eins og ég sé fastur í skuldafangelsi til æviloka. Þrátt fyrir allt er lífið einfalt. Lestu bara jarðálfinn Láka og Palla sem var einn í heiminum. Góðum Láka leið miklu betur en vondum og Palli varð því fegnastur þegar hann uppgötvaði að hann var ekki einn í heiminum. Þótt það væri skemmtilegt í smástund. Við værum ekki í þessum djúpa skít ef fólk hefði almennt tileinkað sér lærdóm Láka og Palla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi. Mánuðum saman var varað við kreppu. Geir brosti bara og gerði ekki neitt. Svo einn mánudaginn fór allt í steik. Þetta þegar Geir bað Guð um að blessa þjóðina var eins og - ef ég smætta íslensku þjóðina niður í sjálfan mig - að fá martraðarkennda símhringingu frá bankanum: Þú skuldar hundrað milljónir í yfirdrátt og nú þurfum við að fella hann niður! Hvað viltu gera? Síðan er liðinn mánuður og ekkert hefur gerst. Sama liðið og talaði í klisjukenndum myndlíkingum um brimskafla og björgunaraðgerðir situr sem fastast, en talar nú um frekan skríl. Það er engin auðmýkt í boði þótt fylgið sé hrunið og þjóðin fái kláðaútbrot um allan líkamann þegar liðið lætur svo lítið að birtast, sjálfumglatt og segjandi ekki neitt. Þarf með valdi að draga þetta lið með buxurnar á hælunum af gullklósettunum? Ég er reiður en nenni ekki að vera reiður endalaust. Lýðheilsustofnun varar við því. Maður verður að trúa því að réttlætið sigri að lokum. Það verður bara að gera það, meira að segja á Íslandi, ormétnasta spillingarbæli í heimi. Ég fer ekki fram á mikið. Bara algjöra uppstokkun á flestum sviðum samfélagsins og ekki síst á hugarfarinu. Að stjórnvöld beri hag „almennings" fyrst og fremst fyrir brjósti, ekki hag elítunnar og sjálfs síns. Ég vil fá að lifa lífinu uppréttur, ala upp börnin mín og komast kannski einu sinni á ári til útlanda án þess að þurfa að strita allan sólarhringinn. Ég vil ekki þurfa að líða eins og ég sé fastur í skuldafangelsi til æviloka. Þrátt fyrir allt er lífið einfalt. Lestu bara jarðálfinn Láka og Palla sem var einn í heiminum. Góðum Láka leið miklu betur en vondum og Palli varð því fegnastur þegar hann uppgötvaði að hann var ekki einn í heiminum. Þótt það væri skemmtilegt í smástund. Við værum ekki í þessum djúpa skít ef fólk hefði almennt tileinkað sér lærdóm Láka og Palla.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun