NBA í nótt: San Antonio vann Utah Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. apríl 2008 09:32 Kyle Korver brýtur hér á Michael Finley í leik Utah og San Antonio í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lokaumferðin í deildakeppni NBA-deildarinnar fór fram í nótt þar sem hæst bar að San Antonio tryggði sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Utah. Hefði Utah unnið San Antonio í nótt hefðu fjögur lið í Vesturdeildinni lokið keppni með jafn góðan árangur þar sem Houston og Phoenix unnu sína leiki sömuleiðis. Úrslitin þýða hins vegar að San Antonio náði þriðja sæti í Vesturdeildinni. Utah er með verri árangur en bæði Houston og Phoenix en þar sem liðið varð í fyrsta sætið í sínum riðli fellur fjórða sætið í vestrinu í hlut Utah. Houston varð í fimmta sæti og Phoenix í því sjötta. San Antonio mun því mæta Phoenix í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Utah mætir Houston. En þó svo að Utah er ofar í töflunni verður Houston með heimavallarréttinn í rimmunni. Það er vegna þess að Houston er með betri árangur. Houston og Phoenix eru með jafn góðan árangur en Houston er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni og því féll fimmta sætið í hlut Houston. San Antonio vann leikinn í nótt nokkuð örugglega, 109-80. Tony Parker var með 24 stig og tólf stoðsendingar og Tim Duncan var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Hjá Utah var CJ Miles stigahæstur með tólf stig en Mehmet Okur var með ellefu stig. Carlos Boozer tók tíu fráköst. Allar rimmurnar í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni eru óútreiknanlegar en rimma San Antonio og Phoenix verður óneitanlega afar spennandi. „Það er ótrúlegt að byrja á því að mæta San Antonio í úrslitakeppninni en svona er þetta bara," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Phoenix. Phoenix vann Portland, 100-91, þar sem helstu stjörnu Phoenix fengu að hvíla í síðari hálfleik þar sem að það var ljóst að Utah myndi ekki vinna San Antonio. Sean Marks var sthigahæstur hjá Phoenix með sextán stig og þrettán fráköst. Houston vann LA Clipperes, 93-75. Luis Scola var með 22 stig og tíu fráköst fyrir Houston en Corey Maggette 22 stig fyrir Clipperes. Houston vann 35 af síðustu 43 deildarleikjum sínum og verða erfiðir viðureignar fyrir Utah. LA Lakers og New Orleans voru þegar búin að tryggja sér efstu tvö sætin í Vesturdeildinni. Lakers spilaði ekki í nótt en New Orleans gat leyft sér að tapa fyrir Dallas, 111-98. Jason Kidd náði sinni 100. þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan hans síðan hann kom til Dallas í vetur. Jason Terry var með 30 stig en David West var með 26 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 20 stig og tíu stoðsendingar. Sigur Dallas þýddi að liðið var öruggt með sjöunda sætið í Vesturdeildinni og mætir því New Orleans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Denver varð því að láta sér lynda áttunda sætið. Denver vann Memphis, 120-111, og þar með sinn 50. sigur á tímabilinu. Þrátt fyrir þann góða árangur þarf liðið að takast á við deildarmeistara Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Carmelo Anthony var með sautján stig í fyrsta leik sínum eftir að hann var tekinn fyrir ölvunarakstur. Allen Iverson var með 21 stig. Kyle Lowry skoraði 22 fyrir Memphis. Þá vann Seattle sigur á Golden State, 126-121. Úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur því þannig út: LA Lakers (1) - Denver Nuggets (8) New Orleans Hornets (2) - Dallas Mavericks (7) San Antonio Spurs (3) - Phoenix Suns (6) Houston Rockets (5) - Utah Jazz (4) Það var þegar ráðið hvaða lið myndu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildarinnar fyrir leiki næturinnar og höfðu leikirnir því fremur litla þýðingu. Úrslit næturinnar: Indiana - New York 132-123Miami - Atlanta 113-99Boston - New Jersey 105-94Detroit - Cleveland 84-74Orlando - Washington 103-83Chicago - Toronto 107-97Charlotte - Philadelphia 115-109Minnesota - Milwaukee 110-101 Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni: Boston Celtics (1) - Atlanta Hawks (8) Detroit Pistons (2) - Philadelphia 76ers (7) Orlando Magic (3) - Toronto Raptors (6) Cleveland Cavaliers (4) - Washington Wizards (5) Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn kemur. Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Lokaumferðin í deildakeppni NBA-deildarinnar fór fram í nótt þar sem hæst bar að San Antonio tryggði sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Utah. Hefði Utah unnið San Antonio í nótt hefðu fjögur lið í Vesturdeildinni lokið keppni með jafn góðan árangur þar sem Houston og Phoenix unnu sína leiki sömuleiðis. Úrslitin þýða hins vegar að San Antonio náði þriðja sæti í Vesturdeildinni. Utah er með verri árangur en bæði Houston og Phoenix en þar sem liðið varð í fyrsta sætið í sínum riðli fellur fjórða sætið í vestrinu í hlut Utah. Houston varð í fimmta sæti og Phoenix í því sjötta. San Antonio mun því mæta Phoenix í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og Utah mætir Houston. En þó svo að Utah er ofar í töflunni verður Houston með heimavallarréttinn í rimmunni. Það er vegna þess að Houston er með betri árangur. Houston og Phoenix eru með jafn góðan árangur en Houston er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni og því féll fimmta sætið í hlut Houston. San Antonio vann leikinn í nótt nokkuð örugglega, 109-80. Tony Parker var með 24 stig og tólf stoðsendingar og Tim Duncan var með fjórtán stig og ellefu fráköst. Hjá Utah var CJ Miles stigahæstur með tólf stig en Mehmet Okur var með ellefu stig. Carlos Boozer tók tíu fráköst. Allar rimmurnar í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni eru óútreiknanlegar en rimma San Antonio og Phoenix verður óneitanlega afar spennandi. „Það er ótrúlegt að byrja á því að mæta San Antonio í úrslitakeppninni en svona er þetta bara," sagði Mike D'Antoni, þjálfari Phoenix. Phoenix vann Portland, 100-91, þar sem helstu stjörnu Phoenix fengu að hvíla í síðari hálfleik þar sem að það var ljóst að Utah myndi ekki vinna San Antonio. Sean Marks var sthigahæstur hjá Phoenix með sextán stig og þrettán fráköst. Houston vann LA Clipperes, 93-75. Luis Scola var með 22 stig og tíu fráköst fyrir Houston en Corey Maggette 22 stig fyrir Clipperes. Houston vann 35 af síðustu 43 deildarleikjum sínum og verða erfiðir viðureignar fyrir Utah. LA Lakers og New Orleans voru þegar búin að tryggja sér efstu tvö sætin í Vesturdeildinni. Lakers spilaði ekki í nótt en New Orleans gat leyft sér að tapa fyrir Dallas, 111-98. Jason Kidd náði sinni 100. þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan hans síðan hann kom til Dallas í vetur. Jason Terry var með 30 stig en David West var með 26 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 20 stig og tíu stoðsendingar. Sigur Dallas þýddi að liðið var öruggt með sjöunda sætið í Vesturdeildinni og mætir því New Orleans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Denver varð því að láta sér lynda áttunda sætið. Denver vann Memphis, 120-111, og þar með sinn 50. sigur á tímabilinu. Þrátt fyrir þann góða árangur þarf liðið að takast á við deildarmeistara Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Carmelo Anthony var með sautján stig í fyrsta leik sínum eftir að hann var tekinn fyrir ölvunarakstur. Allen Iverson var með 21 stig. Kyle Lowry skoraði 22 fyrir Memphis. Þá vann Seattle sigur á Golden State, 126-121. Úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur því þannig út: LA Lakers (1) - Denver Nuggets (8) New Orleans Hornets (2) - Dallas Mavericks (7) San Antonio Spurs (3) - Phoenix Suns (6) Houston Rockets (5) - Utah Jazz (4) Það var þegar ráðið hvaða lið myndu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildarinnar fyrir leiki næturinnar og höfðu leikirnir því fremur litla þýðingu. Úrslit næturinnar: Indiana - New York 132-123Miami - Atlanta 113-99Boston - New Jersey 105-94Detroit - Cleveland 84-74Orlando - Washington 103-83Chicago - Toronto 107-97Charlotte - Philadelphia 115-109Minnesota - Milwaukee 110-101 Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í Austurdeildinni: Boston Celtics (1) - Atlanta Hawks (8) Detroit Pistons (2) - Philadelphia 76ers (7) Orlando Magic (3) - Toronto Raptors (6) Cleveland Cavaliers (4) - Washington Wizards (5) Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn kemur.
Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira