Létt verk hjá Íslandi gegn Belgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2008 20:20 Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland í kvöld. Ísland vann stórsigur á Belgíu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2010, 40-21. Staðan í hálfleik var 21-9, Íslandi í vil. Ísland komst snemma í 9-2 forystu og í raun má segja að Ísland hafi spilað æfingaleik fyrir leikinn gegn Norðmönnum ytra á laugardaginn. Það verður alvöru prófraunin á íslenska landsliðið sem er án þeirra Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur í dag en markvarsla og vörn var mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Belgarnir áttu lengst af fá svör við íslenska varnarleiknum en skoruðu fleiri mörk í síðari hálfleik þegar að íslenska liðið fór að slaka á klónni. Markverðirnir báðir áttu fínan dag enda kannski lítil ógn af belgísku leikmönnunum. Þeirra bestu menn voru hornamennirnir Thomas Cauwenberghs og markvörðurinn Jens Lievens sem varði oft vel. Allir íslensku leikmennirnir komust á blað í dag nema Arnór Atlason sem tók þó tvö skot að marki. Aron Pálmarsson lék sinn fyrsta leik í dag og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Leiksins verður fyrst og fremst minnst fyrir það. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 13/5 (17/5) Róbert Gunnarsson 5 (6) Þórir Ólafsson 5 (7) Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (8) Vignir Svavarsson 3 (5) Einar Hólmgeirsson 3 (6) Aron Pálmarsson 2 (2) Logi Geirson 2 (4) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Sverre Jakobsson 1 (1) Ingimundur Ingimundarson 1 (1) Arnór Atlason (2) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (25, 52%, seinni hálfleikur) Hreiðar Guðmundsson 12 (21/1, 57%, fyrri hálfleikur) Skotnýting: 40/60 (67%) Vítanýting: Skorað úr 6 af 6. Mörk úr hraðaupphlaupum: 15 (Guðjón Valur 5, Þórir 3, Ásgeir Örn 2, Róbert 1, Einar 1, Logi 1, Sverre 1, Ingimundur 1). Fiskuð víti: Róbert 2, Ragnar 2, Guðjón Valur 1 og Ásgeir Örn 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Belgíu: Tim Houbrecht 5 Nicolas Houbrecht 5 Thomas Cauwenberghs 3 Varin skot: Jens Lievens 13 (40/4, 33%, 43 mínútur) David Polfliet 1 (14/2, 7%, 17 mínútur) Skotnýting: 21/50 (42%) Vítanýting: Skorað úr 0 af 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 2. Utan vallar: 6 mínútur. 21.21 Ísland - Belgía 29-14 Belgar hafa skorað tvö mörk í röð en það er engin ástæða til að örvænta. Ég fullyrði það. 21.11 Ísland - Belgía 23-11 Síðari hálfleikur hafinn og Guðjón Valur var að skora sitt níunda mark í leiknum og sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Vel af sér vikið. 20.56 Ísland - Belgía 19-9 Fyrri hálfleik lokið og munurinn tíu mörk. Í sjálfu sér lítið hægt að segja um þennan fyrri hálfleik. Markvarsla og vörnin var góð en menn voru aðeins of bráðir í sóknarleiknum á köflum. Þetta er í sjálfu sér bara létt æfing sem er hið besta mál og kjörið tækifæri að fá nýja menn í landsliðið - eða gamla aftur inn. Höllin er fullsetin og fín stemning á leiknum. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8/3 (10/3) Róbert Gunnarsson 2 (2) Þórir Ólafsson 2 (3) Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4) Einar Hólmgeirsson 2 (4) Aron Pálmarsson 1 (1) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Logi Geirsson 1 (3) Vignir Svavarsson (1) Arnór Atlason (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12/1 (21/1, 57%, 30 mínútur) 20.42 Ísland - Belgía 15-7 Fimm íslensk mörk í röð og svo skoruðu Belgar. Hreiðar varði víti og er alls búinn að taka tíu skot. Aron Pálmarsson er kominn inn á og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark strax í sinni annarri sókn. 20.42 Ísland - Belgía 10-6 Þrjú belgísk mörk í röð. Átti ekki von á þessu. Logi Geirsson og Einar Hólmgeirsson eru komnir inn. Báðir búnir að skjóta en klikkuðu báðir. 20.38 Ísland - Belgía 10-3 Belgar taka leikhlé og spurning hvenær við fáum að sjá ný andlit á vellinum. Gaman að sjá Ragnar Óskarsson og Þóri Ólafsson sem hafa ekki spilað lengi með landsliðinu. Þeir eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Guðjóni Val, Ásgeiri Erni, Arnóri, Róberti og Hreiðari. 20.37 Ísland - Belgía 10-3 Varnarleikur Belganna er talsvert skárri en sóknarleikur liðsins. Strákarnir hafa þó verið frekar óþolinmóðir í sínum sóknarleik og látið belgíska markvörðinn verja fimm skot frá sér til þessa. En eins og sést á ofangreindri stöðu er lítil spenna í þessum leik. 20.27 Ísland - Belgía 5-2 Þetta er ekki flókið. Belgarnir ráða ekkert við varnarleik íslenska liðsins og hafa bæði mörkin þeirra komið úr langskotum. Ísland á heldur í litlum vandræðum með varnarleik Belga. 20.22 Ísland - Belgía 2-0 Leikurinn er hafinn. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar fyrsta markið með gegnumbroti. Hreiðar ver svo fyrsta skot Belga og Þórir skorar strax. 20.20 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Íslands og Belgíu verður lýst. Þetta er fyrsti leikur liðanna í undankeppni EM 2010 en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki. Það verður forvitnilegt að fylgjast með íslenska landsliðinu sem er í dag að leika sinn fyrsta leik frá silfurleiknum fræga gegn Frökkum á Ólympíuleikunum í sumar. Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
Ísland vann stórsigur á Belgíu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2010, 40-21. Staðan í hálfleik var 21-9, Íslandi í vil. Ísland komst snemma í 9-2 forystu og í raun má segja að Ísland hafi spilað æfingaleik fyrir leikinn gegn Norðmönnum ytra á laugardaginn. Það verður alvöru prófraunin á íslenska landsliðið sem er án þeirra Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur í dag en markvarsla og vörn var mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Belgarnir áttu lengst af fá svör við íslenska varnarleiknum en skoruðu fleiri mörk í síðari hálfleik þegar að íslenska liðið fór að slaka á klónni. Markverðirnir báðir áttu fínan dag enda kannski lítil ógn af belgísku leikmönnunum. Þeirra bestu menn voru hornamennirnir Thomas Cauwenberghs og markvörðurinn Jens Lievens sem varði oft vel. Allir íslensku leikmennirnir komust á blað í dag nema Arnór Atlason sem tók þó tvö skot að marki. Aron Pálmarsson lék sinn fyrsta leik í dag og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Leiksins verður fyrst og fremst minnst fyrir það. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 13/5 (17/5) Róbert Gunnarsson 5 (6) Þórir Ólafsson 5 (7) Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (8) Vignir Svavarsson 3 (5) Einar Hólmgeirsson 3 (6) Aron Pálmarsson 2 (2) Logi Geirson 2 (4) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Sverre Jakobsson 1 (1) Ingimundur Ingimundarson 1 (1) Arnór Atlason (2) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (25, 52%, seinni hálfleikur) Hreiðar Guðmundsson 12 (21/1, 57%, fyrri hálfleikur) Skotnýting: 40/60 (67%) Vítanýting: Skorað úr 6 af 6. Mörk úr hraðaupphlaupum: 15 (Guðjón Valur 5, Þórir 3, Ásgeir Örn 2, Róbert 1, Einar 1, Logi 1, Sverre 1, Ingimundur 1). Fiskuð víti: Róbert 2, Ragnar 2, Guðjón Valur 1 og Ásgeir Örn 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Belgíu: Tim Houbrecht 5 Nicolas Houbrecht 5 Thomas Cauwenberghs 3 Varin skot: Jens Lievens 13 (40/4, 33%, 43 mínútur) David Polfliet 1 (14/2, 7%, 17 mínútur) Skotnýting: 21/50 (42%) Vítanýting: Skorað úr 0 af 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 2. Utan vallar: 6 mínútur. 21.21 Ísland - Belgía 29-14 Belgar hafa skorað tvö mörk í röð en það er engin ástæða til að örvænta. Ég fullyrði það. 21.11 Ísland - Belgía 23-11 Síðari hálfleikur hafinn og Guðjón Valur var að skora sitt níunda mark í leiknum og sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Vel af sér vikið. 20.56 Ísland - Belgía 19-9 Fyrri hálfleik lokið og munurinn tíu mörk. Í sjálfu sér lítið hægt að segja um þennan fyrri hálfleik. Markvarsla og vörnin var góð en menn voru aðeins of bráðir í sóknarleiknum á köflum. Þetta er í sjálfu sér bara létt æfing sem er hið besta mál og kjörið tækifæri að fá nýja menn í landsliðið - eða gamla aftur inn. Höllin er fullsetin og fín stemning á leiknum. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8/3 (10/3) Róbert Gunnarsson 2 (2) Þórir Ólafsson 2 (3) Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4) Einar Hólmgeirsson 2 (4) Aron Pálmarsson 1 (1) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Logi Geirsson 1 (3) Vignir Svavarsson (1) Arnór Atlason (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12/1 (21/1, 57%, 30 mínútur) 20.42 Ísland - Belgía 15-7 Fimm íslensk mörk í röð og svo skoruðu Belgar. Hreiðar varði víti og er alls búinn að taka tíu skot. Aron Pálmarsson er kominn inn á og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark strax í sinni annarri sókn. 20.42 Ísland - Belgía 10-6 Þrjú belgísk mörk í röð. Átti ekki von á þessu. Logi Geirsson og Einar Hólmgeirsson eru komnir inn. Báðir búnir að skjóta en klikkuðu báðir. 20.38 Ísland - Belgía 10-3 Belgar taka leikhlé og spurning hvenær við fáum að sjá ný andlit á vellinum. Gaman að sjá Ragnar Óskarsson og Þóri Ólafsson sem hafa ekki spilað lengi með landsliðinu. Þeir eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Guðjóni Val, Ásgeiri Erni, Arnóri, Róberti og Hreiðari. 20.37 Ísland - Belgía 10-3 Varnarleikur Belganna er talsvert skárri en sóknarleikur liðsins. Strákarnir hafa þó verið frekar óþolinmóðir í sínum sóknarleik og látið belgíska markvörðinn verja fimm skot frá sér til þessa. En eins og sést á ofangreindri stöðu er lítil spenna í þessum leik. 20.27 Ísland - Belgía 5-2 Þetta er ekki flókið. Belgarnir ráða ekkert við varnarleik íslenska liðsins og hafa bæði mörkin þeirra komið úr langskotum. Ísland á heldur í litlum vandræðum með varnarleik Belga. 20.22 Ísland - Belgía 2-0 Leikurinn er hafinn. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar fyrsta markið með gegnumbroti. Hreiðar ver svo fyrsta skot Belga og Þórir skorar strax. 20.20 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Íslands og Belgíu verður lýst. Þetta er fyrsti leikur liðanna í undankeppni EM 2010 en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki. Það verður forvitnilegt að fylgjast með íslenska landsliðinu sem er í dag að leika sinn fyrsta leik frá silfurleiknum fræga gegn Frökkum á Ólympíuleikunum í sumar.
Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira