Innlent

Nýr meirihluti í Bolungarvík

Skrifað var undir samninga um miðnætti.
Skrifað var undir samninga um miðnætti.

Samningar náðust um samstarf milli A-lista Afls til áhrifa og D-lista Sjálfstæðisflokks um myndun meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur, um miðnættið. Málefnasamningur hefur verið undirritaður með fyrirvara um samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Bolungarvík og flokksfélags A-lista.

Samkomulag er um að Elías Jónatansson oddviti D-lista verði bæjarstjóri og Anna Guðrún Edvardsdóttir oddviti A-lista verði formaður bæjarráðs. Þá mun forseti bæjarstjórnar koma úr röðum sjálfstæðismanna, segir í tilkynningu frá bæunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.