Spilltur fótbolti 8. febrúar 2007 23:39 Á breskri bloggsíðu les ég ágæta grein um dauða þess sem er kallað leikur fólksins - the people´s game. Nú er búið að selja sex af stóru ensku fótboltaklúbbunum til útlendra auðjöfra. Liðin eru fyrst og fremst orðin það sem kallast franchise - vörumerki. Einu sinni taldi ég mig halda með Liverpool. Það var á árunum þegar liðið spilaði skemmtilegan og kraftmikinn sóknarfótbolta, ekki sakaði að félagið var frá Bítlaborginni og hafði spilað Evrópuleik við gullaldarlið KR þegar árið 1964. Nú dettur mér ekki í hug að halda með Liverpool lengur. Þessi forðum glæsilegi klúbbur hefur verið seldur bandarískum auðmönnum. Maður heldur ekki með fyrirtæki, ekki fótboltaliði fremur en Sony, Pepsi Cola eða Starbuck´s. Ef einhver auðkýfingur - segjum Björgólfur - myndi kaupa KR, þá myndi ég líka hætta að halda með félaginu. Sem betur fer er eftir svo litlu að slægjast að varla er hætta á því í bili. Einu sinni byggðu bresku fótboltafélögin upp á drengjum sem voru aldir upp nálægt leikvöllunum. Áhorfendurnir komu líka úr hverfinu. Nú snýst þetta allt um gráðuga og fordrekraða leikmenn og umboðsmenn þeirra, peninga og sjónvarpsréttindi. Spillingin í þessum heimi ríður ekki við einteyming. Helstu gestirnir á leikvöngum eru núna bisnessmenn sem njóta veitinga í sérstökum stúkum - alveg burtséð frá því hvort leikurinn skiptir einhverju máli fyrir þá. Þess vegna finnst mér flottar hugmyndir Michels Platini sem vill fá aftur gömlu Evrópukeppnina í knattspyrnu þar sem aðeins meistaralið hvers lands tekur þátt - í staðinn fyrir Meistaradeildina þar sem ríkustu félögin ráða öllu. KR gæti þá aftur lent á móti Liverpool ef ég skil rétt. En líklega nær gamli boltasnillingurinn þessu ekki í gegn. Andstaðan frá ríku félögunum er of mikil. Þau eru of voldug. Og þess vegna styð ég líka framboð Höllu Gunnarsdóttur. Ég held að hún sé eins og ferskur gustur inn í þann fremur ókræsilega heim sem fótboltinn er að verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun
Á breskri bloggsíðu les ég ágæta grein um dauða þess sem er kallað leikur fólksins - the people´s game. Nú er búið að selja sex af stóru ensku fótboltaklúbbunum til útlendra auðjöfra. Liðin eru fyrst og fremst orðin það sem kallast franchise - vörumerki. Einu sinni taldi ég mig halda með Liverpool. Það var á árunum þegar liðið spilaði skemmtilegan og kraftmikinn sóknarfótbolta, ekki sakaði að félagið var frá Bítlaborginni og hafði spilað Evrópuleik við gullaldarlið KR þegar árið 1964. Nú dettur mér ekki í hug að halda með Liverpool lengur. Þessi forðum glæsilegi klúbbur hefur verið seldur bandarískum auðmönnum. Maður heldur ekki með fyrirtæki, ekki fótboltaliði fremur en Sony, Pepsi Cola eða Starbuck´s. Ef einhver auðkýfingur - segjum Björgólfur - myndi kaupa KR, þá myndi ég líka hætta að halda með félaginu. Sem betur fer er eftir svo litlu að slægjast að varla er hætta á því í bili. Einu sinni byggðu bresku fótboltafélögin upp á drengjum sem voru aldir upp nálægt leikvöllunum. Áhorfendurnir komu líka úr hverfinu. Nú snýst þetta allt um gráðuga og fordrekraða leikmenn og umboðsmenn þeirra, peninga og sjónvarpsréttindi. Spillingin í þessum heimi ríður ekki við einteyming. Helstu gestirnir á leikvöngum eru núna bisnessmenn sem njóta veitinga í sérstökum stúkum - alveg burtséð frá því hvort leikurinn skiptir einhverju máli fyrir þá. Þess vegna finnst mér flottar hugmyndir Michels Platini sem vill fá aftur gömlu Evrópukeppnina í knattspyrnu þar sem aðeins meistaralið hvers lands tekur þátt - í staðinn fyrir Meistaradeildina þar sem ríkustu félögin ráða öllu. KR gæti þá aftur lent á móti Liverpool ef ég skil rétt. En líklega nær gamli boltasnillingurinn þessu ekki í gegn. Andstaðan frá ríku félögunum er of mikil. Þau eru of voldug. Og þess vegna styð ég líka framboð Höllu Gunnarsdóttur. Ég held að hún sé eins og ferskur gustur inn í þann fremur ókræsilega heim sem fótboltinn er að verða.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun