Viðskipti erlent

Skortur á jólatrjám angrar Evrópubúa

Það er skortur á jólatrjám í Evrópu og sá skortur mun verða viðvarandi næstu 5-6 árin.

Í umfjöllun um málið í danska blaðinu Politiken segir að fyrir tæpum áratug hafi þessu verið öfugt farið. Þá var framboðið á jólatrjám töluvert umfram eftirspurn og verðið hríðféll.

Sökum þessa setti Evrópubandalagið í gang áætlun þar sem bændur voru styrktir til að breyta jólatrésræktun sinni yfir í aðrar landbúnaðarafurðir. Og það hefur svo leitt til skorts á jólatrjám nú.

Politiken ræðir við formann Samtaka jólatrésræktenda í Danmörku sem segir að þeir séu ekki aflögufærir nú fyrir alla kaupendur sína í Þýskalandi og Bretlandi. Um 50% af jólatrjám ræktuðum í Danmörku er seldur til Þýskalands og um 15% til Bretlands.

Ástandið hefur valdið því að verð á jólatrjám í Evrópu hefur snarhækkað og talið er að veltan á þessum markaði bara í Danmörku muni nema um 13 milljörðum kr. í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×