Ragnar: Hélt að tímabilið væri búið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2007 18:19 Ragnar hefur farið á kostum í frönsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / AFP Ragnar Óskarsson verður frá næsta mánuðinn að minnsta kosti vegna hnémeiðsla. Batahorfur eru þó betri en hann óttaðist fyrirfram. „Ég fékk slæmt högg á hnéð í leik á föstudaginn," sagði Ragnar við Vísi. „Ég fór í skoðun í gær og var ég búinn að búa mig undir það versta. Ég hélt að krossbandið væri slitið, ég þyrfti að fara í aðgerð og að tímabilið væri búið. En sem betur fer reyndist þetta ekki svo slæmt." Ragnar verður engu að síður frá næsta mánuðinn, að minnsta kosti, þar sem það tognaði á krossbandinu. „Þetta er mun betri niðurstaða en ég bjóst við." Hann leikur með franska úrvalsdeildarliðinu USAM Nimes og missir af næstu þremur leikjum liðsins í deildinni og einum bikarleik. Eftir það fer deildin í frí fram yfir EM í Noregi. „Ég ætla að sjá til hvernig ég verð eftir um það bil mánuð. Vonandi get ég byrjað að æfa aftur þá og spilað svo með liðinu í febrúar." Um er að ræða sama krossband sem slitnaði í sama hné fyrir sex árum síðan. Þá lék hann með Dunkurque í sömu deild. „Þetta var mjög slæmt högg sem ég fékk og kom það mér á óvart að krossbandið skyldi ekki hafa farið algjörlega. En hversu vel það heldur nú verður bara að koma í ljós. Ég fer vonandi á næstu dögum til Dunkurque þar sem læknirinn sem gerði aðgerðina á sínum tíma ætlar að kíkja á mig. Hann þekkir þetta auðvitað manna best." Ragnar sagði að aðgerðin hafi heppnast mjög vel á sínum tíma og eftir átta mánaða endurhæfingu hafi hann ekkert fundið fyrir meiðslunum. Íslendingaslagur í kvöld Ragnar hefur staðið sig gríðarlega vel á tímabilinu í Frakklandi og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann er lykilmaður í liði Nimes sem er í efri hluta deildarinnar. Montpellier og Chambery eru í nokkrum sérflokki á toppnum en nokkur lið koma í einum hnapp eftir þeim og er Nimes eitt af þeim. „Tímabilið hefur byrjað virkilega vel hjá mér og það hefur verið góður stígandi í liðinu. Ef við vinnum í kvöld verðum við búnir að styrkja okkar stöðu mjög vel." Nimes mætir hinu Íslendingaliðinu í frönsku deildinni, St. Raphael, á heimavelli sínum í kvöld. Með því leikur Bjarni Fritzson sem er gamall ÍR-ingur, rétt eins og Ragnar. „Það er auðvitað mjög svekkjandi að missa af þessum leik, rétt eins og öllum hinum. En það er alveg ljóst að við megum helst ekki tapa í kvöld." Ragnar á bekk íslenska landsliðsins í leik á HM í Þýskalandi í janúar síðastliðnum.Nordic Photos / AFP Alltaf tilbúinn í landsleiki Ragnar var ekki valinn í landsliðið nú á haustdögum þrátt fyrir að hafa staðið sig vel með félagsliði sínu. „Það kom mér ekki á óvart," sagði hann. „Ekki vegna frammistöðu minnar heldur þess sem á undan hefur gengið. Ég myndi vel skilja Alfreð ef hann væri orðinn þreyttur á mér," sagði hann og hló. „Fyrst þegar hann valdi mig var ég að gifta mig, svo var ég ekki með á HM þar sem við vorum að eignast barn. Svo eftir það var ég ekki algjörlega heill og ég bað hann um að velja annan í minn stað." Hann segir að það sé allt í góðu milli sín og landsliðsþjálfarans, Alfreðs Gíslasonar. „Ég væri ekki lengi að svara kallinu játandi ef það kæmi aftur. Það er alltaf heiður að spila með landsliðinu en ef ég er ekki valinn skil ég það mjög vel. Það eru margir frábærir leikmenn í landsliðinu." Ragnar hefur aldrei náð sínu besta fram í landsleikjum sínum þrátt fyrir að hafa átt góðu gengi að fagna með félagsliðum sínum. „Ég spila stórt hlutverk með liðinu mínu hér þar sem ég spila yfirleitt í sextíu mínútur og af sjálfsöryggi. Ég má líka gera nokkuð mörg mistök og nýt þannig meira trausts. Í landsliðinu eru góðir menn í öllum stöðum og maður hefur kannski bara tíu mínútur til að sanna sig. Mér hefur kannski ekki gengið nægilega vel að nýta þær mínútur sem ég hef fengið með landsliðinu en þótt þær séu fáar hef ég fengið mörg tækifæri." Hann segir þó að hann sé alls ekki búinn að útiloka það að spila aftur með landsliðinu. „Ef landsliðið þarf einhvern tímann á mér að halda er ég alltaf klár." Handbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Ragnar Óskarsson verður frá næsta mánuðinn að minnsta kosti vegna hnémeiðsla. Batahorfur eru þó betri en hann óttaðist fyrirfram. „Ég fékk slæmt högg á hnéð í leik á föstudaginn," sagði Ragnar við Vísi. „Ég fór í skoðun í gær og var ég búinn að búa mig undir það versta. Ég hélt að krossbandið væri slitið, ég þyrfti að fara í aðgerð og að tímabilið væri búið. En sem betur fer reyndist þetta ekki svo slæmt." Ragnar verður engu að síður frá næsta mánuðinn, að minnsta kosti, þar sem það tognaði á krossbandinu. „Þetta er mun betri niðurstaða en ég bjóst við." Hann leikur með franska úrvalsdeildarliðinu USAM Nimes og missir af næstu þremur leikjum liðsins í deildinni og einum bikarleik. Eftir það fer deildin í frí fram yfir EM í Noregi. „Ég ætla að sjá til hvernig ég verð eftir um það bil mánuð. Vonandi get ég byrjað að æfa aftur þá og spilað svo með liðinu í febrúar." Um er að ræða sama krossband sem slitnaði í sama hné fyrir sex árum síðan. Þá lék hann með Dunkurque í sömu deild. „Þetta var mjög slæmt högg sem ég fékk og kom það mér á óvart að krossbandið skyldi ekki hafa farið algjörlega. En hversu vel það heldur nú verður bara að koma í ljós. Ég fer vonandi á næstu dögum til Dunkurque þar sem læknirinn sem gerði aðgerðina á sínum tíma ætlar að kíkja á mig. Hann þekkir þetta auðvitað manna best." Ragnar sagði að aðgerðin hafi heppnast mjög vel á sínum tíma og eftir átta mánaða endurhæfingu hafi hann ekkert fundið fyrir meiðslunum. Íslendingaslagur í kvöld Ragnar hefur staðið sig gríðarlega vel á tímabilinu í Frakklandi og er markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann er lykilmaður í liði Nimes sem er í efri hluta deildarinnar. Montpellier og Chambery eru í nokkrum sérflokki á toppnum en nokkur lið koma í einum hnapp eftir þeim og er Nimes eitt af þeim. „Tímabilið hefur byrjað virkilega vel hjá mér og það hefur verið góður stígandi í liðinu. Ef við vinnum í kvöld verðum við búnir að styrkja okkar stöðu mjög vel." Nimes mætir hinu Íslendingaliðinu í frönsku deildinni, St. Raphael, á heimavelli sínum í kvöld. Með því leikur Bjarni Fritzson sem er gamall ÍR-ingur, rétt eins og Ragnar. „Það er auðvitað mjög svekkjandi að missa af þessum leik, rétt eins og öllum hinum. En það er alveg ljóst að við megum helst ekki tapa í kvöld." Ragnar á bekk íslenska landsliðsins í leik á HM í Þýskalandi í janúar síðastliðnum.Nordic Photos / AFP Alltaf tilbúinn í landsleiki Ragnar var ekki valinn í landsliðið nú á haustdögum þrátt fyrir að hafa staðið sig vel með félagsliði sínu. „Það kom mér ekki á óvart," sagði hann. „Ekki vegna frammistöðu minnar heldur þess sem á undan hefur gengið. Ég myndi vel skilja Alfreð ef hann væri orðinn þreyttur á mér," sagði hann og hló. „Fyrst þegar hann valdi mig var ég að gifta mig, svo var ég ekki með á HM þar sem við vorum að eignast barn. Svo eftir það var ég ekki algjörlega heill og ég bað hann um að velja annan í minn stað." Hann segir að það sé allt í góðu milli sín og landsliðsþjálfarans, Alfreðs Gíslasonar. „Ég væri ekki lengi að svara kallinu játandi ef það kæmi aftur. Það er alltaf heiður að spila með landsliðinu en ef ég er ekki valinn skil ég það mjög vel. Það eru margir frábærir leikmenn í landsliðinu." Ragnar hefur aldrei náð sínu besta fram í landsleikjum sínum þrátt fyrir að hafa átt góðu gengi að fagna með félagsliðum sínum. „Ég spila stórt hlutverk með liðinu mínu hér þar sem ég spila yfirleitt í sextíu mínútur og af sjálfsöryggi. Ég má líka gera nokkuð mörg mistök og nýt þannig meira trausts. Í landsliðinu eru góðir menn í öllum stöðum og maður hefur kannski bara tíu mínútur til að sanna sig. Mér hefur kannski ekki gengið nægilega vel að nýta þær mínútur sem ég hef fengið með landsliðinu en þótt þær séu fáar hef ég fengið mörg tækifæri." Hann segir þó að hann sé alls ekki búinn að útiloka það að spila aftur með landsliðinu. „Ef landsliðið þarf einhvern tímann á mér að halda er ég alltaf klár."
Handbolti Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira