Handbolti

Róbert frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Róbert Gunnarsson er meiddur á þumalputta á vinstri hendi og verður frá af þeim sökum næstu þrjár vikurnar.

Róbert er leikmaður Gummersbach í Þýskalandi sem hefur átt við mikil meiðsli að stríða hjá leikmönnum sínum. Guðjón Valur Sigurðsson hefur til að mynda verið lengi frá vegna axlarmeiðsla og þá verður markvörðurinn Nandor Fazekas ekki með liðinu sem mætir Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu um helgina.

Þetta ætti þó ekki að hafa áhrif á þátttöku Róberts með íslenska landsliðinu á EM í Noregi á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×