Slæmur seinni hálfleikur varð Val að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2007 19:55 Ernir Arnarson í kröppum dansi í kvöld. Mynd/Valli Vísir var með beina lýsingu frá leik Vals og Veszprem frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu. 21.22 Leikslok: 24-31 Sjö marka sigur niðurstaðan í kvöld. Frammistaða Vals í seinni hálfleik var ekki í samræmi við öflugan fyrri hálfleik. Sóknaraðgerðirnar voru þunglamalegar og Ungverjarnir skelltu einfaldlega í lás í vörninni. Valsmenn voru einnig værukærir í vörninni eftir því sem leið á leikinn og leyfðu skyttunum hjá Veszprem að taka allt of mörg skot að markinu. Fyrri hálfleikurinn var efnilegur og sýndu Valsmenn þá hvað í þeim býr. Þó verður að segjast að sjö marka sigur er of stór miðað við gang leiksins. Valsmenn luku keppni í F-riðli Meistaradeildarinnar með tvö stig í neðsta sæti. Veszprem er nú komið í annað sætið með fimm stig en ef Celje Lasko frá Slóveníu vinnur Gummersbach á laugardaginn fara Slóvenarnir áfram. Veszprem verður því að treysta á að Alfreð Gíslason og lærisveinar hans komi sér til bjargar. Tölfræði leiksins: Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 6/1 (9/1) Kristján Karlsson 4 (6) Elvar Friðriksson 3/1 (5/2) Ernir Arnarson 3 (6) Sigfús Páll Sigfússon 2 (5) Ægir Jónsson 1 (1) Hjalti Pálmason 1 (2) Ingvar Árnason 1 (2) Gunnar Harðarson 1 (3) Fannar Friðgeirsson 1 (3) Arnór Gunnarsson 1/1 (5/2) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 13/1 (34%) Pálmar Pétursson 3 (33%)Mörk Veszprem: Zarko Sesum 10 (12) Marko Vujin 6/3 (9/3) Gyula Gal 4 (5) Zarko Markovic 3 (3) Carlos Perez 2 (2) Peter Gulyas 2 (3) Ferenc Ilyes 2 (7) Tamas Ivancsik 1 (1) Gergö Ivancsik 1 (7/1)Varin skot: Dejan Peric 16 (40%) 21.16 Staðan: 22-28 Nú virðist þetta vonlítið fyrir Valsmenn. Ungverjarnir hafa ekkert gefið eftir og hefur skyttan Zarko Sesum skorað hvert markið á fætur öðru. Fimm mínútur eftir. 21.04 Staðan: 19-25 Valsmenn taka leikhlé eftir að Ungverjarnir skoruðu þrjú mörk í röð og Valsmenn klúðruðu til að mynda víti. Sóknarleikur Vals er alls ekki góður þessa stundina og Ungverjarnir hafa fært sér það í nyt. 20.56 Staðan: 18-21 Ungverjarnir hafa náð sér á strik en Valsmenn láta ekki segjast og reyna hvað þeir geta til að halda í við þá. En nú gæti þreytan farið að segja til sín. 20.50 Staðan: 15-16 Ungverjarnir mæta sterkir til leiks í síðari hálfleik og skora tvö fyrstu mörkin. Valsmenn svara þó um hæl. Ólafur er aftur kominn í mark Valsmanna. 20.36 Hálfleikur: 14-14 Frábær kafli hjá Val undir lok fyrri hálfleiks. Þeir komust yfir, 14-13, í fyrsta sinn síðan að Valur skoraði fyrsta mark leiksins. Veszprem jafnaði svo metin með vítakasti á lokasekúndu hálfleiksins. Tölfræðin úr fyrri hálfleik: Mörk Vals: Sigfús Páll Sigfússon 2 Elvar Friðriksson 2 Ernir Arnarson 2 Baldvin Þorsteinsson 2 Kristján Karlsson 1 Hjalti Pálmason 1 Gunnar Harðarson 1 Ingvar Árnason 1 Arnór Gunnarsson 1/1 Fannar Friðgeirsson 1Varin skot: Ólafur Gíslason 9/1 (41%) Pálmar Pétursson 1 (50%)Mörk Veszprem: Marko Vujin 5/2 Gyula Gal 3 Zarko Sesum 2 Gergö Ivancsik 1 Tamas Ivancsik 1 Carlos Perez 1 Ferenc Ilyes 1Varin skot: Dejan Peric 11/1 (44%) 20.32 Staðan: 13-13 Þrjú Valsmörk í röð og Veszprem tekur leikhlé. Frábær leikkafli hjá þeim rauðklæddu. 20.29 Staðan: 11-13 Ungverjarnir hafa aðeins gefið eftir og Valsmenn hafa minnkað muninn í tvö mörk. Valsmenn hafa varist vel undanfarnar mínútur og uppskorið eftir því. Það er þó slæmt að Ólafur hefur þurft að fara af velli eftir að hann fékk boltann í andlitið. Pálmar Pétursson er kominn í markið. 20.22 Staðan: 8-11 Valsmenn hafa haldið í við Ungverjana og ekki síst vegna góðrar markvörslu Ólafs. Valur minnkaði muninn í eitt mark, 8-9, en svo komu tvö ungversk mörk í röð. 22 mínútur eru liðnar af leiknum. 20.14 Staðan: 5-8 Ungverjarnir skoruðu tvö mörk á tíu sekúndum þegar staðan var jöfn, 5-5, og bættu svo við einu til skömmu síðar. Valsmenn klúðruðu einu hraðaupphlaupi og hafa ekki haldið ró sinni í sóknarleiknum. Markvörður Ungverjanna hefur einnig varið gríðarlega vel. 20.10 Staðan: 5-5 Nú hefur markvörður Veszprem einnig varið víti en Valsmenn hafa þó ekki gefið eftir og eru með frumkvæðið í leiknum. 20.06 Staðan: 4-4 Valsmenn hafa byrjað ágætlega en hafa átt erfitt uppdráttar gegn sterkum varnarleik Ungverjanna. Þeir hafa þó staðið vaktina í vörnina ágætlega sjálfir og Ólafur Haukur Gíslason markvörður þegar varið eitt víti. 19.57 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikurinn er hafinn í Vodafone-höllinni. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Vísir var með beina lýsingu frá leik Vals og Veszprem frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu. 21.22 Leikslok: 24-31 Sjö marka sigur niðurstaðan í kvöld. Frammistaða Vals í seinni hálfleik var ekki í samræmi við öflugan fyrri hálfleik. Sóknaraðgerðirnar voru þunglamalegar og Ungverjarnir skelltu einfaldlega í lás í vörninni. Valsmenn voru einnig værukærir í vörninni eftir því sem leið á leikinn og leyfðu skyttunum hjá Veszprem að taka allt of mörg skot að markinu. Fyrri hálfleikurinn var efnilegur og sýndu Valsmenn þá hvað í þeim býr. Þó verður að segjast að sjö marka sigur er of stór miðað við gang leiksins. Valsmenn luku keppni í F-riðli Meistaradeildarinnar með tvö stig í neðsta sæti. Veszprem er nú komið í annað sætið með fimm stig en ef Celje Lasko frá Slóveníu vinnur Gummersbach á laugardaginn fara Slóvenarnir áfram. Veszprem verður því að treysta á að Alfreð Gíslason og lærisveinar hans komi sér til bjargar. Tölfræði leiksins: Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 6/1 (9/1) Kristján Karlsson 4 (6) Elvar Friðriksson 3/1 (5/2) Ernir Arnarson 3 (6) Sigfús Páll Sigfússon 2 (5) Ægir Jónsson 1 (1) Hjalti Pálmason 1 (2) Ingvar Árnason 1 (2) Gunnar Harðarson 1 (3) Fannar Friðgeirsson 1 (3) Arnór Gunnarsson 1/1 (5/2) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 13/1 (34%) Pálmar Pétursson 3 (33%)Mörk Veszprem: Zarko Sesum 10 (12) Marko Vujin 6/3 (9/3) Gyula Gal 4 (5) Zarko Markovic 3 (3) Carlos Perez 2 (2) Peter Gulyas 2 (3) Ferenc Ilyes 2 (7) Tamas Ivancsik 1 (1) Gergö Ivancsik 1 (7/1)Varin skot: Dejan Peric 16 (40%) 21.16 Staðan: 22-28 Nú virðist þetta vonlítið fyrir Valsmenn. Ungverjarnir hafa ekkert gefið eftir og hefur skyttan Zarko Sesum skorað hvert markið á fætur öðru. Fimm mínútur eftir. 21.04 Staðan: 19-25 Valsmenn taka leikhlé eftir að Ungverjarnir skoruðu þrjú mörk í röð og Valsmenn klúðruðu til að mynda víti. Sóknarleikur Vals er alls ekki góður þessa stundina og Ungverjarnir hafa fært sér það í nyt. 20.56 Staðan: 18-21 Ungverjarnir hafa náð sér á strik en Valsmenn láta ekki segjast og reyna hvað þeir geta til að halda í við þá. En nú gæti þreytan farið að segja til sín. 20.50 Staðan: 15-16 Ungverjarnir mæta sterkir til leiks í síðari hálfleik og skora tvö fyrstu mörkin. Valsmenn svara þó um hæl. Ólafur er aftur kominn í mark Valsmanna. 20.36 Hálfleikur: 14-14 Frábær kafli hjá Val undir lok fyrri hálfleiks. Þeir komust yfir, 14-13, í fyrsta sinn síðan að Valur skoraði fyrsta mark leiksins. Veszprem jafnaði svo metin með vítakasti á lokasekúndu hálfleiksins. Tölfræðin úr fyrri hálfleik: Mörk Vals: Sigfús Páll Sigfússon 2 Elvar Friðriksson 2 Ernir Arnarson 2 Baldvin Þorsteinsson 2 Kristján Karlsson 1 Hjalti Pálmason 1 Gunnar Harðarson 1 Ingvar Árnason 1 Arnór Gunnarsson 1/1 Fannar Friðgeirsson 1Varin skot: Ólafur Gíslason 9/1 (41%) Pálmar Pétursson 1 (50%)Mörk Veszprem: Marko Vujin 5/2 Gyula Gal 3 Zarko Sesum 2 Gergö Ivancsik 1 Tamas Ivancsik 1 Carlos Perez 1 Ferenc Ilyes 1Varin skot: Dejan Peric 11/1 (44%) 20.32 Staðan: 13-13 Þrjú Valsmörk í röð og Veszprem tekur leikhlé. Frábær leikkafli hjá þeim rauðklæddu. 20.29 Staðan: 11-13 Ungverjarnir hafa aðeins gefið eftir og Valsmenn hafa minnkað muninn í tvö mörk. Valsmenn hafa varist vel undanfarnar mínútur og uppskorið eftir því. Það er þó slæmt að Ólafur hefur þurft að fara af velli eftir að hann fékk boltann í andlitið. Pálmar Pétursson er kominn í markið. 20.22 Staðan: 8-11 Valsmenn hafa haldið í við Ungverjana og ekki síst vegna góðrar markvörslu Ólafs. Valur minnkaði muninn í eitt mark, 8-9, en svo komu tvö ungversk mörk í röð. 22 mínútur eru liðnar af leiknum. 20.14 Staðan: 5-8 Ungverjarnir skoruðu tvö mörk á tíu sekúndum þegar staðan var jöfn, 5-5, og bættu svo við einu til skömmu síðar. Valsmenn klúðruðu einu hraðaupphlaupi og hafa ekki haldið ró sinni í sóknarleiknum. Markvörður Ungverjanna hefur einnig varið gríðarlega vel. 20.10 Staðan: 5-5 Nú hefur markvörður Veszprem einnig varið víti en Valsmenn hafa þó ekki gefið eftir og eru með frumkvæðið í leiknum. 20.06 Staðan: 4-4 Valsmenn hafa byrjað ágætlega en hafa átt erfitt uppdráttar gegn sterkum varnarleik Ungverjanna. Þeir hafa þó staðið vaktina í vörnina ágætlega sjálfir og Ólafur Haukur Gíslason markvörður þegar varið eitt víti. 19.57 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikurinn er hafinn í Vodafone-höllinni.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni