Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson, leikmenn Flensburg.
Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson, leikmenn Flensburg. Mynd/Vilhelm

Flensburg vann í gærkvöldi tveggja marka sigur á Noregsmeisturum Drammen á heimavelli sínum í Campushalle.

Flensburg vann tveggja marka sigur, 30-28, en þeir norsku leiddu í hálfleik með tveggja marka mun, 16-14.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg en Einar Hólmgeirsson ekkert.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Flensburg sem á í harðri samkeppni við Drammen og Zaglebie Lubin um annað sætið í G-riðli Meistaradeildarinnar.

Ciudad er í efsta sæti riðilsins með átta stig og hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Flensburg er í öðru sæti sem stendur með fjögur stig en hin liðin tvö eru með tvö stig.

Flensburg mætir hins vegar Ciudad Real á útivelli á miðvikudaginn kemur og munu úrslit leiksins hafa mikið að segja um framhaldið.

Þá fór einn leikur fram í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Magdeburg vann sigur á Lübbecke, 32-22, en síðarnefnda liðið hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-15. Lübbecke skoraði hins vegar aðeins sex mörk í síðari hálfleik.

Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Lübbecke en Birkir Ívar Guðmundsson stóð í marki liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×