Afkoma Apple langt umfram væntingar 22. október 2007 21:01 Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, sem skilaði betri afkomu en flestir höfðu reiknað með á síðasta fjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira