Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy verður til eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði jarðvarma, bæði í rafmagnsframleiðslu og hitaveitna. Um er að ræða eignir í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.
Eignir hins sameinaða fyrirtækis eru sem hér segir: 100% eignarhlutur í Jarðborunum, einu fremsta fyrirtæki veraldar í nýtingu jarðvarma og borana, sem var áður í eigu Geysis Green Energy.
48% eignarhlutur í Hitaveitu Suðurnesja, sem er samanlagður hlutur beggja félaganna.
70% eignarhlutur í Enex, sem vinnur að þróun jarðvarmaverkefna víðsvegar um heiminn, sem er samanlagður hlutur beggja aðila.
66% eignarhlutur í Enex Kína sem vinnur að þróun hitaveitna í Kína.
20% eignarhlutur í Western GeoPower í Kanada sem vinnur að þróun tveggja jarðvarmavirkjana í Bandaríkjunum. Þessi hlutur var áður í eigu Geysis Green Energy.
46% hlutur í Exorku International, sem vinnur að byggingu jarðvarmaorkuvera sem nýta svo kallaða Kalina-tækni til raforkuvinnslu. Þessi hlutur var áður í eigu Geysis Green Energy.