Handbolti

Gummersbach vann Balingen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur skoraði eitt mark í dag.
Guðjón Valur skoraði eitt mark í dag. Nordic Photos / Bongarts

Sjö leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinn í handbolta í dag.

Íslendingaliðið Gummersbach vann Melsungen, 35-28, á heimavelli en Lemgo tapaði fyrir Rhein-Neckar-Löwen á útivelli, 32-28.

Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson eitt. Sverre Jakobsson lék í vörn liðsins.

Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi Lemgo í dag en hann hefur átt við meiðsli að stríða.

Jaliesky Garcia er óðum að ná sér eftir langvara baráttu við meiðsli en hann skoraði fimm mörk fyrir Göppingen sem tapaði að vísu fyrir Melsungen á útivelli, 34-29.

Fyrr í dag vann Flensburg lið Kiel og Hamborg bar sigurorð af Minden.

Þá vann Magdeburg sigur á Füchse Berlin, 31-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×