Handbolti

Elías Már skoraði átta mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elías Már fór á kostum í gær. Hér er hann í leik með Stjörnunni í fyrra.
Elías Már fór á kostum í gær. Hér er hann í leik með Stjörnunni í fyrra. Mynd/Anton

HC Empor Rostock vann í gær óvæntan sigur á úrvalsdeildarliði Minden í þýsku bikarkeppninni í handbolta, 30-26.

Elías Már Halldórsson, leikmaður Rostock, fór á kostum í leiknum og skoraði átta mörk. Hann var markahæstur í leiknum.

Elías Már lék áður með Stjörnunni og HK hér á landi en með Aftureldingu í yngri flokkunum. Hann gekk til liðs við Rostock nú í sumar og hefur gengið vel það sem af er tímabili.

Rostock er í sjöunda sæti í norðurdeild 2. deildarinnar í Þýskalandi eftir þrjár umferðir. Liðið hefur unnið tvo leiki en tapað einum.

Elías Már hefur skorað tólf mörk í þessum þremur deildarleikjum liðsins til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×