Handbolti

Mál Sigfúsar Páls tekið fyrir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigfús Páll Sigfússon í leik með Fram.
Sigfús Páll Sigfússon í leik með Fram. Mynd/Vilhelm

Dómstóll Handknattleikssambands Íslands tekur í dag fyrir mál Sigfúsar Páls Sigfússonar, leikmanns Fram.

Handknattleiksdeild Vals stefndi handknattleiksdeild Fram fyrir dómstólnum þar sem talið er að Fram hafi brotið gegn samningi Sigfúsar Páls með því að neita kauptilboði Vals.

Í samningnum er tekið fram að gæta verði sanngirnis í félagaskiptamálum Sigfúsar Páls. Valur telur að með boði sínu upp á 1,5 milljón króna hafi sanngirni verið gætt.

Sigfús Páll fékk dómkvaddan hlutlausan matsmann í héraðsdómi Reykjavíkur til að meta hvað gæti talist vera sanngjarnt félagaskiptagjald.

Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdarstjóra HSÍ, má búst við niðurstöðu um helgina eða snemma í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×