Sport

Óheppnin eltir Beckham á röndum

Óheppnin eltir fótboltastjörnuna David Beckham en hann meiddist á hné og þurfti að fara af velli í úrslitaleiknum í Amerísku meistaradeildinni í gær. Í framhaldinu tapaði lið hans Los Angeles Galaxy leiknum á móti mexíkanska liðinu Pachuca 4:3 eftir vítaspyrnukeppni.

Hnéskaðinn kom eftir aðeins 33 mínútna leik og fór Beckham af vellinum undir miklum hrópum frá aðdáendum liðsins. Hans var svo sárt saknað í vítaspyrnukeppninni sem fylgdi í leikslok.

Að sögn forráðamanna Galaxy er óvíst hvort Beckham geti leikið í bandarísku deildinni á laugardag á móti Real Salt Lake og staða hans í enska landsliðinu gæti einnig verið í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×