Lífið

Mariah veit ekki hver J.Lo er

Oft er talað um Mariah Carey sem drottningu dívanna
Oft er talað um Mariah Carey sem drottningu dívanna

Söngdívan Mariah Carey kveðst ekki þekkja til söngkonunnar Jennifer Lopez. Þetta kom fram í viðtali á þýskri sjónvarpsstöð samkvæmt heimildum MSNBC. Þegar Mariah var spurð um álit sitt á Beyonce þá sagði Mariah hana vera fallega, góða og hæfileikaríka. Þegar samtalið beindist að Jennifer þá breyttist skyndilega málrómurinn.

,,Ég þekki hana ekki," sagði hún, og leit út fyrir að henni þætti spurningin óþægileg.

Það er ekki vitað hvað það er sem kom upp á milli þessa tveggja söngdíva, en talið er að það gæti haft eitthvað að gera með að þær hafi notað sömu sýnishorn úr sömu lögunum. Það er því spurning hvort dívuslagur sé í uppsiglingu?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.