Óboðlegar skoðanakannanir 6. febrúar 2007 12:28 Skoðanakönnun sem Blaðið birtir í morgun byggir á um það bil 300 manns. Úrtakið í könnuninni er 750. Svarhlutfallið er 88 prósent. Af þeim taka 53 prósent afstöðu. Þetta er ekkert til að byggja neina umræðu á. Enda virðist sumt í könnuninni vera alveg út úr kortinu - til dæmis 45,4 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. Er ekki ástæða til að biðja þá sem gera skoðanakannanir að vanda sig, eða sleppa því ella? Það eru að koma kosningar - og á þeim tíma er viss ábyrgðarhlutur að framkvæma skoðanakannanir. Því þær eru að vissu leyti skoðanamótandi. Sjálfur er ég nokkuð hrifinn af þeirri hugmynd að banna birtingu skoðanakannana síðustu vikuna fyrir kosningar. Menn hljóta líka að gera kröfu um að vinnubrögðin séu almennileg, ekki bara hippsum happs. Meðan þau eru ekki betri lætur maður sér nægja að taka mark á könnunum Gallup - í nýbirtri könnun þaðan voru niðurstöðurnar mjög ólíkar því sem er hjá Blaðinu. Svo eru fengnir lærðir stjórnmálafræðingar til að kommentera á þessar niðurstöður - til að ljá þessu einhverja vigt. Ég veit ekki hvað þeir segja við blaðamennina, en eftir þeim eru prentuð ummæli sem eiga að gefa til kynna að mikið sé að marka þetta allt saman. En vegur þessara fræðimanna eykst ekki við þetta. Maður vonast til að fá almennilegar skoðanakannanir fyrir kosningar, ekki rusl eins og þetta og það sem kemur frá batteríi sem kallar sig Púlsinn. Kjósendur eiga betra skilið og líka stjórnmálamennirnir. Að ógleymdu lýðræðinu. Þetta er ekki boðlegt. Þegar dregur nær kosningum eru skoðanakannanir ekki samkvæmisleikur heldur fúlasta alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðanakönnun sem Blaðið birtir í morgun byggir á um það bil 300 manns. Úrtakið í könnuninni er 750. Svarhlutfallið er 88 prósent. Af þeim taka 53 prósent afstöðu. Þetta er ekkert til að byggja neina umræðu á. Enda virðist sumt í könnuninni vera alveg út úr kortinu - til dæmis 45,4 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. Er ekki ástæða til að biðja þá sem gera skoðanakannanir að vanda sig, eða sleppa því ella? Það eru að koma kosningar - og á þeim tíma er viss ábyrgðarhlutur að framkvæma skoðanakannanir. Því þær eru að vissu leyti skoðanamótandi. Sjálfur er ég nokkuð hrifinn af þeirri hugmynd að banna birtingu skoðanakannana síðustu vikuna fyrir kosningar. Menn hljóta líka að gera kröfu um að vinnubrögðin séu almennileg, ekki bara hippsum happs. Meðan þau eru ekki betri lætur maður sér nægja að taka mark á könnunum Gallup - í nýbirtri könnun þaðan voru niðurstöðurnar mjög ólíkar því sem er hjá Blaðinu. Svo eru fengnir lærðir stjórnmálafræðingar til að kommentera á þessar niðurstöður - til að ljá þessu einhverja vigt. Ég veit ekki hvað þeir segja við blaðamennina, en eftir þeim eru prentuð ummæli sem eiga að gefa til kynna að mikið sé að marka þetta allt saman. En vegur þessara fræðimanna eykst ekki við þetta. Maður vonast til að fá almennilegar skoðanakannanir fyrir kosningar, ekki rusl eins og þetta og það sem kemur frá batteríi sem kallar sig Púlsinn. Kjósendur eiga betra skilið og líka stjórnmálamennirnir. Að ógleymdu lýðræðinu. Þetta er ekki boðlegt. Þegar dregur nær kosningum eru skoðanakannanir ekki samkvæmisleikur heldur fúlasta alvara.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun