Handbolti

Miklir yfirburðir íslenska liðsins

Mynd/Vilhelm
Íslenska landsliðið á náðugan dag í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi þar sem það er að rótbursta Ástrala 26-9 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á kostum í hraðaupphlaupunum og er markahæstur með 8 mörk úr 9 skotum. Ísland komst í 7-0 og hefur ekki litið til baka síðan þó ástralska liðið hafi náð að skora nokkur mörk undir lok hálfleiksins.

Alexander Petersson hefur skorað 4 mörk og þeir Arnór Atlason og Logi Geirsson 3 hvor. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×