Byrgið, kvenskörungar, Skuggahverfi, stjórnarskrá 18. janúar 2007 17:59 Það er dálítið erfitt að vera í bendileik með Byrgið - að finna einhvern sérstakan sökudólg í kerfinu. Menn hafa staðnæmst við Birki Jónsson, en ég held að hann muni sleppa með skrekkinn. Ég man ekki betur en að flestir pólitíkusar og mestöll kjaftastéttin hafi tekið andköf af hneykslun þegar Byrgið missti húsnæði sitt í Rockville á sínum tíma. Mennirnir í Byrginu virkuðu nefnilega traustir - eins og þeir vissu hvað þeir væru að gera. Maður hafði spurnir af því þar sem þeir fóru í fíkniefnagreni og náðu í vesalingana sem þar héldu til. Þetta þótti býsna flott. Þeir höfðu líka þessa ákveðnu tegund af karlmennsku sem er algeng hjá gömlum þurrkuðum drykkjumönnum - það var greinilegt að þeir höfðu marga fjöruna spopið - menn hafa tilhneigingu til að beygja sig auðmjúklega fyrir svona reynslu. Sjálfsagt var ríkið líka guðslifandi fegið að láta þessa menn sjá um þessa starfsemi. Það er vanþakklátt hlutverk að reyna að lækna dópista og drykkjumenn. Það er líka ljóst að þetta er vandamál sem er ekki að fara neitt. Fíkniefnaneysla eykst hvarvetna í heiminum. Líka hér. Það verður nóg af sárveikum dópurum næstu áratugina. En kannski þarf að skipuleggja þetta starf aðeins betur - einkaframtakið er gott en hví er þetta nánast eini geiri heilbrigðiskerfisins þar sem það er allsráðandi? Annars er þetta mál allt komið í rugl því hálf þjóðin er að skoða klámmyndir af forstöðumanni Byrgisins á netinu. Um annað er ekki talað í bænum. Hvernig kemst svona í almenna dreifingu? --- --- --- Tveir kvenskörungar eru í fréttum í dag. Annars vegar Valgerður Sverrisdóttir sem hefur blómstrað í starfi utanríkisráðherra. Kannski af því henni er svo létt að sleppa úr iðnaðarráðuneytinu - það er kannski ekki grín að vera ráðherra og horfa á sviðsett rán og morð á sér í skaupþætti. En Valgerður hefur verið að sýna að í henni er töggur. Ræða hennar um öryggismál í Háskólanum í dag var merkileg, gott hjá henni að ætla að birta gömul leyniskjöl. Hún segir að Ísland eigi ekki að hafa neinn her. Hún sýnir kjark þegar hún tjáir sig um evruna. Hún er að endurskipuleggja stjórnskipulag ráðuneytisins. Hún má eiga það Valgerður að hún er dálítill töffari. Hinn kvenskörungurinn er Halla Gunnarsdóttir sem býður sig fram til forseta Knattspyrnusambands Íslands. Ég ætla ekki að segja annað en að ég lýsi yfir fullum stuðningi við Höllu í embættið. Er eiginlega viss um að hún verði kjörin. Þessi atvinnumannafótbolti karlanna er orðinn eitthvað svo sjúskaður. --- --- --- Að hugsa sér. Stjórnarskrárnefndin hefur setið í tvö ár og komist að samkomulagi um að breyta einu litlu ákvæði í stjórnarskránni. Nú eru þeir búnir að fresta öllu til næsta kjörtímabils. Þetta er obboslega lélegt. --- --- --- Á maður ekki að geta fengið lúxusíbúðirnar í Skuggahverfinu fyrir útsöluprís fyrst svona er komið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun
Það er dálítið erfitt að vera í bendileik með Byrgið - að finna einhvern sérstakan sökudólg í kerfinu. Menn hafa staðnæmst við Birki Jónsson, en ég held að hann muni sleppa með skrekkinn. Ég man ekki betur en að flestir pólitíkusar og mestöll kjaftastéttin hafi tekið andköf af hneykslun þegar Byrgið missti húsnæði sitt í Rockville á sínum tíma. Mennirnir í Byrginu virkuðu nefnilega traustir - eins og þeir vissu hvað þeir væru að gera. Maður hafði spurnir af því þar sem þeir fóru í fíkniefnagreni og náðu í vesalingana sem þar héldu til. Þetta þótti býsna flott. Þeir höfðu líka þessa ákveðnu tegund af karlmennsku sem er algeng hjá gömlum þurrkuðum drykkjumönnum - það var greinilegt að þeir höfðu marga fjöruna spopið - menn hafa tilhneigingu til að beygja sig auðmjúklega fyrir svona reynslu. Sjálfsagt var ríkið líka guðslifandi fegið að láta þessa menn sjá um þessa starfsemi. Það er vanþakklátt hlutverk að reyna að lækna dópista og drykkjumenn. Það er líka ljóst að þetta er vandamál sem er ekki að fara neitt. Fíkniefnaneysla eykst hvarvetna í heiminum. Líka hér. Það verður nóg af sárveikum dópurum næstu áratugina. En kannski þarf að skipuleggja þetta starf aðeins betur - einkaframtakið er gott en hví er þetta nánast eini geiri heilbrigðiskerfisins þar sem það er allsráðandi? Annars er þetta mál allt komið í rugl því hálf þjóðin er að skoða klámmyndir af forstöðumanni Byrgisins á netinu. Um annað er ekki talað í bænum. Hvernig kemst svona í almenna dreifingu? --- --- --- Tveir kvenskörungar eru í fréttum í dag. Annars vegar Valgerður Sverrisdóttir sem hefur blómstrað í starfi utanríkisráðherra. Kannski af því henni er svo létt að sleppa úr iðnaðarráðuneytinu - það er kannski ekki grín að vera ráðherra og horfa á sviðsett rán og morð á sér í skaupþætti. En Valgerður hefur verið að sýna að í henni er töggur. Ræða hennar um öryggismál í Háskólanum í dag var merkileg, gott hjá henni að ætla að birta gömul leyniskjöl. Hún segir að Ísland eigi ekki að hafa neinn her. Hún sýnir kjark þegar hún tjáir sig um evruna. Hún er að endurskipuleggja stjórnskipulag ráðuneytisins. Hún má eiga það Valgerður að hún er dálítill töffari. Hinn kvenskörungurinn er Halla Gunnarsdóttir sem býður sig fram til forseta Knattspyrnusambands Íslands. Ég ætla ekki að segja annað en að ég lýsi yfir fullum stuðningi við Höllu í embættið. Er eiginlega viss um að hún verði kjörin. Þessi atvinnumannafótbolti karlanna er orðinn eitthvað svo sjúskaður. --- --- --- Að hugsa sér. Stjórnarskrárnefndin hefur setið í tvö ár og komist að samkomulagi um að breyta einu litlu ákvæði í stjórnarskránni. Nú eru þeir búnir að fresta öllu til næsta kjörtímabils. Þetta er obboslega lélegt. --- --- --- Á maður ekki að geta fengið lúxusíbúðirnar í Skuggahverfinu fyrir útsöluprís fyrst svona er komið?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun