Vakandi samfélag 13. febrúar 2007 00:01 Í síðustu viku fréttist af innrás lögreglu - nú í Austurríki - í enn einn barnaklámhringinn sem náði vítt um veröld. Líka til Íslands. Hjá Interpol er geymd hálf milljón klámmynda með börnum sem allar hafa verið teknar úr fórum þeirra sem una sér við að sjá börnum misþyrmt. Því miður bera glæpamenn afbrigðilegar hneigðir sjaldan utan á sér, flestir líta út fyrir að vera fullkomlega eðlilegir. Aldrei er reyndar talað um konur sem þjást af barnagirnd, svo yfirleitt hljóta þetta að vera karlar. Að óreyndu hefði maður ímyndað sér svona einn eða tvo ljóta og lævíslega perverta innan um allt venjulega fólkið en miðað við upplýsingar úr Kompási er hér á landi fjöldinn allur af áhugamönnum um kynlíf með börnum. Hvort vandamálið fari vaxandi er ekki vitað, en það væri þarft rannsóknarverkefni. Öfgar eða sinnuleysi eru einhvers konar mælikvarðar á þroska samfélags. Hér sitja barnaníðingar inni í mesta lagi í fáein ár, virðast sjaldnast fá eftirmeðferð og geta svo tekið til við fyrri iðju um leið og þeir sleppa út, jafnvel enn í umsjá yfirvalda. Það bendir til sinnuleysis. Sagt er að fælingarmáttur langrar fangelsisvistar sé lítill og því skili takmörkuðum árangri að lengja refsingar. Því til sönnunar er stundum bent á háa glæpatíðni í Bandaríkjunum þrátt fyrir langa fangelsisdóma þar í landi; lítil frétt frá Kaliforníu segir að nýlega hafi barnaníðingur verið dæmdur í 800 ára tugthúsvist. Svo langur dómur ber auðvitað öfgunum vitni, en í honum felst að minnsta kosti yfirlýsing um að þjóðfélagið samþykki ekki kynferðisglæpi gegn börnum. Að sá sem níðist á barni sé ekki velkominn í samfélag siðaðra og verði varanlega tekinn úr umferð. Hvorki öfgar eða sinnuleysi bera þjóðfélagi gott vitni, en skýrari afstaða í dómum sem fjalla um misnotkun barna þarf að koma til. Alls kyns ofbeldi sem þrífst í skúmaskotum gegn þeim sem síst skyldi er ekki einkamál þeirra sem að koma, vakandi samfélag fólks passar hvað annars börn.Við þurfum virkari umræðu um ábyrgð okkar allra, klámvæðingu og mikilvægi þess að hafa skoðanir á því sem skiptir máli. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Þórhildur Elín Elínardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun
Í síðustu viku fréttist af innrás lögreglu - nú í Austurríki - í enn einn barnaklámhringinn sem náði vítt um veröld. Líka til Íslands. Hjá Interpol er geymd hálf milljón klámmynda með börnum sem allar hafa verið teknar úr fórum þeirra sem una sér við að sjá börnum misþyrmt. Því miður bera glæpamenn afbrigðilegar hneigðir sjaldan utan á sér, flestir líta út fyrir að vera fullkomlega eðlilegir. Aldrei er reyndar talað um konur sem þjást af barnagirnd, svo yfirleitt hljóta þetta að vera karlar. Að óreyndu hefði maður ímyndað sér svona einn eða tvo ljóta og lævíslega perverta innan um allt venjulega fólkið en miðað við upplýsingar úr Kompási er hér á landi fjöldinn allur af áhugamönnum um kynlíf með börnum. Hvort vandamálið fari vaxandi er ekki vitað, en það væri þarft rannsóknarverkefni. Öfgar eða sinnuleysi eru einhvers konar mælikvarðar á þroska samfélags. Hér sitja barnaníðingar inni í mesta lagi í fáein ár, virðast sjaldnast fá eftirmeðferð og geta svo tekið til við fyrri iðju um leið og þeir sleppa út, jafnvel enn í umsjá yfirvalda. Það bendir til sinnuleysis. Sagt er að fælingarmáttur langrar fangelsisvistar sé lítill og því skili takmörkuðum árangri að lengja refsingar. Því til sönnunar er stundum bent á háa glæpatíðni í Bandaríkjunum þrátt fyrir langa fangelsisdóma þar í landi; lítil frétt frá Kaliforníu segir að nýlega hafi barnaníðingur verið dæmdur í 800 ára tugthúsvist. Svo langur dómur ber auðvitað öfgunum vitni, en í honum felst að minnsta kosti yfirlýsing um að þjóðfélagið samþykki ekki kynferðisglæpi gegn börnum. Að sá sem níðist á barni sé ekki velkominn í samfélag siðaðra og verði varanlega tekinn úr umferð. Hvorki öfgar eða sinnuleysi bera þjóðfélagi gott vitni, en skýrari afstaða í dómum sem fjalla um misnotkun barna þarf að koma til. Alls kyns ofbeldi sem þrífst í skúmaskotum gegn þeim sem síst skyldi er ekki einkamál þeirra sem að koma, vakandi samfélag fólks passar hvað annars börn.Við þurfum virkari umræðu um ábyrgð okkar allra, klámvæðingu og mikilvægi þess að hafa skoðanir á því sem skiptir máli. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Þórhildur Elín Elínardóttir
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun