Handbolti

Gummersbach lagði Göppingen

Alfreð Gíslason og félagar náðu í góðan sigur í kvöld
Alfreð Gíslason og félagar náðu í góðan sigur í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og var leikur Göppingen og Gummersbach sýndur beint á Sýn. Gummersbach vann góðan útisigur 34-32 og skoraði Róbert Gunnarsson 2 mörk fyrir gestina en Jaliesky Garcia 3 fyrir heimamenn.

Grosswallstadt lagði Minden 33-19 á heimavelli þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir gestina, Lubbecke tapaði heima fyrir Hamburg 25-21 en Þórir Ólafsson náði ekki að skora fyrir Lubbecke. Loks vann Nordhorn stórsigur á Balingen á heimavelli 39-28.

Hamburg er í efsta sæti deildarinnar með 21 stig eins og Nordhorn, en Kiel er í þriðja sæti með 20 stig og á leik til góða. Flensburg er í fjórða sæti með 19 stig, Rhein Neckar Löwen er í fimmta með 17 stig og Lemgo í sjötta með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×