Handbolti

Fyrsti leikur Sigfúsar fyrir Val

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigfús var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.
Sigfús var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.

Í kvöld fara fram tveir leikir í N1 deild karla í handbolta. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan kl. 19:00 og í Vodafone Höllinni að Hlíðarenda mætast Valur og Afturelding kl. 20:30.

Eyjamenn hafa tapað báðum leikjum sínum í deildinni til þessa og ljóst að þeirra bíður erfitt verkefni á heimavelli sínum. Stjörnuliðið er talið líklegt til að hampa Íslandsmeistaratitlinum og hefur unnið báða leiki sína.

Núverandi Íslandsmeistarar í Val taka á móti Aftureldingu en bæði lið eru stigalaus. Sigfús Páll Sigfússon mun leika sinn fyrsta leik fyrir Val en hann er nýgenginn í raðir félagsins frá Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×