Bjarni Ármannsson er nú í London ásamt föruneyti sínu í London að kynna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, fyrir fjárfestum.
Bjarni er stjórnarformaður REI. Samkvæmt heimildum Vísis mun Bjarni meðal annars hitta fulltrúa Barclay´s, Kaupþing, JP Morgan, Royal Bank of Scotland og Morgan Stanley.
Þegar Vísir hafi samband við Bjarna sagðist hann vera í London til að vinna að framgangi REI en vildi ekki tjá sig að öðru leiti.