Ráðast gaddaskötur bara á merkilega menn? 21. febrúar 2007 06:00 Í síðustu viku kom upp sérkennileg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan. Þar er sagt að hún hafi ekki „unnið sér margt til frægðar" en síðan tekið til við að telja upp einmitt það sem hún varð fræg fyrir; hún var valin leikfélagi ársins hjá Playboy, lék í kvikmyndum og síðan giftist hún 89 ára gömlum manni sem lést skömmu síðar en sonur hans hratt þá af stað miklum málaferlum um arfinn. Í greininni er tekið fram að kvikmyndirnar sem Anna Nicole lék í hafi verið „lélegar", hún hafi verið „hæfileikalaus" og klikkt út með að það sé „því hæpið að segja að hún hafi verið merkileg manneskja" án þess að skilgreint sé hvað einkenni merkilega manneskju. Daginn eftir skrifaði annar blaðamaður Moggans pistil þar sem honum fannst kollegi sinn hafa sýnt látinni konu lítilsvirðingu og vitnaði í Biblíuna máli sínu til stuðnings. Þá hefði maður haldið að nóg væri að gert en þá barst fyrsta blaðamanni í Önnu-Nicole-fræðum liðsauki úr óvæntri átt. Víkverji tók nefnilega til við að býsnast yfir „áhug[a] íslensku þjóðarinnar á sviplegu andláti" konunnar og kom því að svona í forbífartinn að hún „hlaut ekki heimsfrægð vegna starfs síns ... heldur vegna þess að hún gekk ung að eiga aldraðan auðkýfing sem andaðist skömmu síðar." Þetta er alrangt eins og upptalningin í fyrstu greininni sýnir. Anna Nicole sat reyndar ekki bara fyrir í Playboy, heldur var hún líka eitt sinn andlit tískufyrirtækisins Guess, rétt eins og sjálf Claudia Schiffer. Í samtíma okkar duga fyrirsætustörf, kvikmyndaleikur, áhugavert dómsmál og raunveruleikaþættir, eins og þeir sem gerðir voru um Önnu Nicole, til að verða frægur og halda frægðinni við. Með öðrum orðum þá var Anna Nicole Smith ekki fræg fyrir ekki neitt. Kannski var upphaflegur tilgangur Víkverja og höfundar Dauðans og stúlkunnar sá að fjalla um áhuga fólks á láti Önnu Nicole en einhvers staðar bar þá af leið. Kappið við að gera lítið úr henni sjálfri skín fullsterkt í gegnum textann. Hvar héldu þessir menn sig eiginlega þegar fjölmiðlar fóru hamförum yfir láti Ástralans, hvað-hann-nú-hét, sem varð fyrir gaddaskötunni í fyrra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Í síðustu viku kom upp sérkennileg deila á Morgunblaðinu sem þrír blaðamenn þar á bæ flæktust inn í. Upphafið má rekja til greinar sem einn þeirra skrifaði um lát fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith og birtist undir fyrirsögninni Dauðinn og stúlkan. Þar er sagt að hún hafi ekki „unnið sér margt til frægðar" en síðan tekið til við að telja upp einmitt það sem hún varð fræg fyrir; hún var valin leikfélagi ársins hjá Playboy, lék í kvikmyndum og síðan giftist hún 89 ára gömlum manni sem lést skömmu síðar en sonur hans hratt þá af stað miklum málaferlum um arfinn. Í greininni er tekið fram að kvikmyndirnar sem Anna Nicole lék í hafi verið „lélegar", hún hafi verið „hæfileikalaus" og klikkt út með að það sé „því hæpið að segja að hún hafi verið merkileg manneskja" án þess að skilgreint sé hvað einkenni merkilega manneskju. Daginn eftir skrifaði annar blaðamaður Moggans pistil þar sem honum fannst kollegi sinn hafa sýnt látinni konu lítilsvirðingu og vitnaði í Biblíuna máli sínu til stuðnings. Þá hefði maður haldið að nóg væri að gert en þá barst fyrsta blaðamanni í Önnu-Nicole-fræðum liðsauki úr óvæntri átt. Víkverji tók nefnilega til við að býsnast yfir „áhug[a] íslensku þjóðarinnar á sviplegu andláti" konunnar og kom því að svona í forbífartinn að hún „hlaut ekki heimsfrægð vegna starfs síns ... heldur vegna þess að hún gekk ung að eiga aldraðan auðkýfing sem andaðist skömmu síðar." Þetta er alrangt eins og upptalningin í fyrstu greininni sýnir. Anna Nicole sat reyndar ekki bara fyrir í Playboy, heldur var hún líka eitt sinn andlit tískufyrirtækisins Guess, rétt eins og sjálf Claudia Schiffer. Í samtíma okkar duga fyrirsætustörf, kvikmyndaleikur, áhugavert dómsmál og raunveruleikaþættir, eins og þeir sem gerðir voru um Önnu Nicole, til að verða frægur og halda frægðinni við. Með öðrum orðum þá var Anna Nicole Smith ekki fræg fyrir ekki neitt. Kannski var upphaflegur tilgangur Víkverja og höfundar Dauðans og stúlkunnar sá að fjalla um áhuga fólks á láti Önnu Nicole en einhvers staðar bar þá af leið. Kappið við að gera lítið úr henni sjálfri skín fullsterkt í gegnum textann. Hvar héldu þessir menn sig eiginlega þegar fjölmiðlar fóru hamförum yfir láti Ástralans, hvað-hann-nú-hét, sem varð fyrir gaddaskötunni í fyrra?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun