Viðskipti erlent

Fyrirtæki sektuð fyrir mótþróa

Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur farið fram á að fyrirtæki og verslanir lækki verð um helming til að þrýsta verðbólgu niður.
Robert Mugabe, forseti Simbabve, hefur farið fram á að fyrirtæki og verslanir lækki verð um helming til að þrýsta verðbólgu niður.

Yfirvöld í Afríkuríkinu Simbabve hafa sektað rúmlega 1.300 fyrirtæki þar í landi síðastliðinn hálfan mánuð og handtekið stjórnendur 33 fyrirtækja fyrir að bregðast ekki við tilskipun stjórnvalda frá í enda júní sem kveður á um að fyrirtæki lækki verð fyrir vöru og þjónustu um helming. Aðgerðin er hugsuð til að þrýsta verðbólgu í landinu niður.



Á meðal þeirra sem hafa verið handteknir eru stjórnendur stærsta matvæla- og dreifingarfyrirtækis Simbabve, og forstjóri stærsta svínabúsins í landinu. Þá eru forstjórar fataverslana og olíufyrirtækja á meðal þeirra sem bíða þess í steininum að yfirvöld taki mál þeirra til umfjöllunar.



Fréttastofan Associated Press bendir á að þótt verðbólga í Simbabve mælist 4.500% þá sé um opinberar tölur að ræða. Stjórnvöld hafi fingurna í flestu sem þar fer fram og því megi vænta að raunveruleg verðbólga sé allt að tvöfalt meiri. Litlu skiptir við hvora töluna er miðað því verðbólga hefur hvergi í veröldinni mælst hærri en í Simbabve.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×