Handbolti

Óvænt úrslit í þýska handboltanum

Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach í dag
Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gummersbach í dag NordicPhotos/GettyImages

Nokkrir leikir voru á dagskrá í þýska handboltanum í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson 4 þegar liðið vann 29-23 útisigur á Lubbecke. Þá litu nokkur óvænt úrslit dagsins ljós.

Hamburg náði aðeins jöfnu gegn nýliðum Neckar-Löven á heimavelli 28-28, Lemgo vann góðan heimasigur á Magdeburg 27-25, Balingen og Wilhelmshavener skildu jöfn 26-26 og þá náði Essen jafntefli á heimavelli gegn sterku liði Flensburg. Í gær vann svo Nordhorn öruggan stórsigur á Melsongen 40-31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×