Bleikur október Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. október 2007 00:01 Í októbermánuði er vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi. Þetta er áttunda árið í röð sem októbermánuði er varið með þessum hætti og tengist átakið alþjóðlegu árvekniátaki um brjóstakrabbamein. Snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder átti frumkvæðið að þessu átaki, sem táknað er með bleikri slaufu. Hér á landi hefur októbermánuður verið nýttur til fræðslu um sjúkdóminn og ekki síður til að hvetja konur til að þekkjast boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku, en slíkt boð fá allar konur á aldrinum 40 til 69 ára annað hvert ár. Í gærkvöld mátti sjá Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju lýstar bleikum lit til að minna á árvekniátakið um brjóstakrabbamein, en bleik lýsing húsa fyrstu daga októbermánaðar hefur verið fastur liður í átakinu hér á landi síðan árið 2001. Á hverju ári greinast nálægt 175 konur með brjóstakrabbamein og hægt er að álykta út frá Krabbameinsskránni að tíunda hver íslensk kona geti búist við að fá brjóstakrabbamein. Fjöldi nýrra tilvika brjóstakrabbameins fer því miður vaxandi en á móti kemur að lífshorfur þeirra sem greinast hafa aukist verulega, svo verulega að meðan aðeins um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifði í fimm ár eða lengur geta níu af hverjum tíu nú búist við að lifa svo lengi. Þetta er árangur sem rekja má bæði til markvissrar leitar á meininu og aukinnar þekkingar á sjúkdómnum vegna rannsókna sem stundaðar eru á honum. Markmiðið með ávekniátakinu er, samhliða fræðslu og hvatningu til að koma í röntgenmyndatöku, að afla fjár. Að þessu sinni verða seldar bleikar slaufur og afraksturinn notaður til að kaupa ómtæki fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ómtækið á að nota til nánari greiningar eftir brjóstamyndatökur og við frumrannsókn á brjóstum ungra kvenna með einkenni. Árlega stendur Avon Foundation fyrir göngu, víðs vegar um Bandaríkin, til styrktar rannsóknum og meðferð á brjóstakrabbameini. Þúsundir kvenna hvaðanæva að taka þátt í þessari göngu. Hver kona sem skráir sig til þátttöku skuldbindur sig þar með til að leggja með sér sem svarar liðlega 110 þúsund íslenskum krónum sem renna beint til málefnisins. Gengið er hálft annað maraþon, eða 63 kílómetrar. Nokkur hópur íslenskra kvenna mun taka þátt í göngunni í New York um næstu helgi, þar á meðal liðlega tuttugu konur sem kalla sig Göngum saman. Þær ákváðu að gera enn betur en að leggja nálægt 2,5 milljónir króna til rannsókna á brjóstakrabbameini á alþjóðlega vísu því þær einsettu sér að skilja jafnháa upphæð eftir hér heima sem varið yrði til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á Íslandi. Þetta er gott dæmi um öflugt grasrótarstarf sem skilar miklum og áþreifanlegum árangri. Allir geta lagt árvekniátakinu lið. Með því að kaupa og setja upp bleika slaufu getur hver og einn lagt sitt af mörkum til að auka batahorfur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun
Í októbermánuði er vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi. Þetta er áttunda árið í röð sem októbermánuði er varið með þessum hætti og tengist átakið alþjóðlegu árvekniátaki um brjóstakrabbamein. Snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder átti frumkvæðið að þessu átaki, sem táknað er með bleikri slaufu. Hér á landi hefur októbermánuður verið nýttur til fræðslu um sjúkdóminn og ekki síður til að hvetja konur til að þekkjast boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku, en slíkt boð fá allar konur á aldrinum 40 til 69 ára annað hvert ár. Í gærkvöld mátti sjá Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju lýstar bleikum lit til að minna á árvekniátakið um brjóstakrabbamein, en bleik lýsing húsa fyrstu daga októbermánaðar hefur verið fastur liður í átakinu hér á landi síðan árið 2001. Á hverju ári greinast nálægt 175 konur með brjóstakrabbamein og hægt er að álykta út frá Krabbameinsskránni að tíunda hver íslensk kona geti búist við að fá brjóstakrabbamein. Fjöldi nýrra tilvika brjóstakrabbameins fer því miður vaxandi en á móti kemur að lífshorfur þeirra sem greinast hafa aukist verulega, svo verulega að meðan aðeins um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifði í fimm ár eða lengur geta níu af hverjum tíu nú búist við að lifa svo lengi. Þetta er árangur sem rekja má bæði til markvissrar leitar á meininu og aukinnar þekkingar á sjúkdómnum vegna rannsókna sem stundaðar eru á honum. Markmiðið með ávekniátakinu er, samhliða fræðslu og hvatningu til að koma í röntgenmyndatöku, að afla fjár. Að þessu sinni verða seldar bleikar slaufur og afraksturinn notaður til að kaupa ómtæki fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ómtækið á að nota til nánari greiningar eftir brjóstamyndatökur og við frumrannsókn á brjóstum ungra kvenna með einkenni. Árlega stendur Avon Foundation fyrir göngu, víðs vegar um Bandaríkin, til styrktar rannsóknum og meðferð á brjóstakrabbameini. Þúsundir kvenna hvaðanæva að taka þátt í þessari göngu. Hver kona sem skráir sig til þátttöku skuldbindur sig þar með til að leggja með sér sem svarar liðlega 110 þúsund íslenskum krónum sem renna beint til málefnisins. Gengið er hálft annað maraþon, eða 63 kílómetrar. Nokkur hópur íslenskra kvenna mun taka þátt í göngunni í New York um næstu helgi, þar á meðal liðlega tuttugu konur sem kalla sig Göngum saman. Þær ákváðu að gera enn betur en að leggja nálægt 2,5 milljónir króna til rannsókna á brjóstakrabbameini á alþjóðlega vísu því þær einsettu sér að skilja jafnháa upphæð eftir hér heima sem varið yrði til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á Íslandi. Þetta er gott dæmi um öflugt grasrótarstarf sem skilar miklum og áþreifanlegum árangri. Allir geta lagt árvekniátakinu lið. Með því að kaupa og setja upp bleika slaufu getur hver og einn lagt sitt af mörkum til að auka batahorfur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun