Álagabærinn Bergsteinn Sigurðsson skrifar 14. desember 2007 00:01 Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér. Að minnsta kosti hafði ég aldrei heyrt minnst á þetta einskismannsland þegar ég lenti þar í sjálfheldu rúmum fjórum síðar, bensínlítill á dimmu frostkvöldi í október, og ekki víst að ég ætti afturkvæmt. Kópavogur er dálítið eins og álagaskógurinn í gömlu ævintýrunum; ef maður hættir sér of langt inn í hann á maður á hættu að rata aldrei aftur út. Kópavogur er eiginlega alveg kennileitalaus, þar er enginn miðbær og ef maður færi þangað með áttavita myndi nálin ábyggilega snúast í hringi. Smáralindin er eins og töfrahöll sem lætur mann alltaf gleyma úr hvaða átt maður kom þegar maður ætlar komast aftur burt. Frá henni er aðeins ein rétt beygja - allar aðrar leiða annað hvort aftur að Smáralind eða það sem verra er: í Kórahverfið og Salina. Þetta tiltekna kvöld henti hið síðarnefnda mig .Ég hafði ekið um villur vega í að minnsta kosti hálftíma. Mér datt í hug að spyrja fólk til vegar en varð ekki var við lifandi sálu, gangandi né akandi. Það var farið að sækja að mér þó nokkur beygur þegar ég sá á skilti á ljósastaur, sem gæti kannski gefið mér hugmynd um hvar ég var. Ég snarhemlaði, steig út úr bílnum og las í fyrsta skipti nafnið sem hefur vakið með mér ískaldan hroll allar götur síðan: Rjúpnavegur. Ég var engu næ um hvar ég var. Fyrir utan malið í bílvélinni heyrðist ekki eitt aukatekið hljóð en í höfði mér hljómaði dimm og tröllsleg rödd sem hló sagði „það er gott að búa...." Klukkan var að ganga tólf og ég taldi næsta víst að örlög mín væru ráðin: Að ganga af vitinu við Rjúpnaveg, hverfa sporlaust og enda í besta falli í sem efniviður í skáldsögu eftir Arnald. Í þann mund sem mér var að fallast allur ketill í eld sneri ég mér til norðurs og leit til himins. Og þarna blasti hún við mér eins varða hlaðin af æðri máttarvöldum: friðarsúla Yoko Ono. Sem ég ók af stað varð mér hugsað til John Lennon. Með dauða sínum bjargaði hann mögulega lífi mínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér. Að minnsta kosti hafði ég aldrei heyrt minnst á þetta einskismannsland þegar ég lenti þar í sjálfheldu rúmum fjórum síðar, bensínlítill á dimmu frostkvöldi í október, og ekki víst að ég ætti afturkvæmt. Kópavogur er dálítið eins og álagaskógurinn í gömlu ævintýrunum; ef maður hættir sér of langt inn í hann á maður á hættu að rata aldrei aftur út. Kópavogur er eiginlega alveg kennileitalaus, þar er enginn miðbær og ef maður færi þangað með áttavita myndi nálin ábyggilega snúast í hringi. Smáralindin er eins og töfrahöll sem lætur mann alltaf gleyma úr hvaða átt maður kom þegar maður ætlar komast aftur burt. Frá henni er aðeins ein rétt beygja - allar aðrar leiða annað hvort aftur að Smáralind eða það sem verra er: í Kórahverfið og Salina. Þetta tiltekna kvöld henti hið síðarnefnda mig .Ég hafði ekið um villur vega í að minnsta kosti hálftíma. Mér datt í hug að spyrja fólk til vegar en varð ekki var við lifandi sálu, gangandi né akandi. Það var farið að sækja að mér þó nokkur beygur þegar ég sá á skilti á ljósastaur, sem gæti kannski gefið mér hugmynd um hvar ég var. Ég snarhemlaði, steig út úr bílnum og las í fyrsta skipti nafnið sem hefur vakið með mér ískaldan hroll allar götur síðan: Rjúpnavegur. Ég var engu næ um hvar ég var. Fyrir utan malið í bílvélinni heyrðist ekki eitt aukatekið hljóð en í höfði mér hljómaði dimm og tröllsleg rödd sem hló sagði „það er gott að búa...." Klukkan var að ganga tólf og ég taldi næsta víst að örlög mín væru ráðin: Að ganga af vitinu við Rjúpnaveg, hverfa sporlaust og enda í besta falli í sem efniviður í skáldsögu eftir Arnald. Í þann mund sem mér var að fallast allur ketill í eld sneri ég mér til norðurs og leit til himins. Og þarna blasti hún við mér eins varða hlaðin af æðri máttarvöldum: friðarsúla Yoko Ono. Sem ég ók af stað varð mér hugsað til John Lennon. Með dauða sínum bjargaði hann mögulega lífi mínu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun