Eru mathákar verri en barnaníðingar? 22. maí 2007 06:00 Mikið þóttu mér fyndin heitin sem fjölmiðlafólk fann upp á þegar það fjallaði um manninn sem stundaði að borða á veitingastöðum án þess að borga. Raðsælkeri og raðafæta voru meðal þeirra orða sem voru notuð til að lýsa brotamanninum og hefur flestum líklega verið hlátur í hug þegar þeir lásu fréttirnar. Dómaranum var þó hvergi hlátur í hug þegar hann dæmdi í málinu. Þótti honum hæfileg refsing vera fangelsisvist í eitt ár fyrir fjársvik. Málið fór til Hæstaréttar og kom þar fram að maðurinn hafði snætt fyrir rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að greiða fyrir. Hegðun hans væri með öllu ólíðandi. Ákveðið var þó að hæfileg fangelsisvist væri hálft ár. Ekki ætla ég að rengja dómarann eða gera lítið úr þeim skaða sem eigendur veitingahúsanna urðu fyrir. Ég kemst samt ekki hjá því að finnast dómurinn nokkuð þungur og, já, ósanngjarn. Sérstaklega þegar ég renni yfir aðra dóma sem hafa fallið að undanförnu. Stuttu áður en raðsælkerinn var dæmdur fyrir var maður færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands. Í fartölvu hans fundust 6.548 ljósmyndir og 179 hreyfimyndir sem sýndu barnaklám. Þriggja mánaða fangelsisvist þótti hæfileg fyrir manninn sem safnaði barnaklámi. Í dómi sagði að litið hafi verið til þess að um mjög mikið magn mynda væri að ræða. Þar hefði einnig verið að finna myndir af mjög ungum börnum, nánast reifabörnum, sem svívirt væru á ruddalegan hátt. Af þessum orðum má ætla að dómarinn hafi talið sig vera að dæma manninn til þungrar refsingar. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki hafa vitað að þessi söfnun væri ólögleg. Ef til vill hefur dómarinn séð aumur á honum vegna þessa misskilnings, hvað veit ég. Ég sá samt á dómi raðsælkerans að hann játaði brot sín greiðlega. Það þykir sýnt að börnin á slíkum myndum koma oftar en ekki frá fátækum ríkum þar sem stjórnvöld veita þeim smæstu í samfélaginu litlar varnir. Í sumum tilvikum hafa menn selt lítil börn eða rænt þeim til að hægt sé að útbúa myndefni fyrir mennina á fyrir framan tölvuskjáinn. Venjur og hefðir skipta miklu máli í dómsölum. Ég efast ekki um að dómarnir sem hér er getið eru í samræmi við aðra sem felldir hafa verið í svipuðum málum. Engu að síður held ég að réttlætiskennd nær allra svíði við lestur slíkra dóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Mikið þóttu mér fyndin heitin sem fjölmiðlafólk fann upp á þegar það fjallaði um manninn sem stundaði að borða á veitingastöðum án þess að borga. Raðsælkeri og raðafæta voru meðal þeirra orða sem voru notuð til að lýsa brotamanninum og hefur flestum líklega verið hlátur í hug þegar þeir lásu fréttirnar. Dómaranum var þó hvergi hlátur í hug þegar hann dæmdi í málinu. Þótti honum hæfileg refsing vera fangelsisvist í eitt ár fyrir fjársvik. Málið fór til Hæstaréttar og kom þar fram að maðurinn hafði snætt fyrir rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að greiða fyrir. Hegðun hans væri með öllu ólíðandi. Ákveðið var þó að hæfileg fangelsisvist væri hálft ár. Ekki ætla ég að rengja dómarann eða gera lítið úr þeim skaða sem eigendur veitingahúsanna urðu fyrir. Ég kemst samt ekki hjá því að finnast dómurinn nokkuð þungur og, já, ósanngjarn. Sérstaklega þegar ég renni yfir aðra dóma sem hafa fallið að undanförnu. Stuttu áður en raðsælkerinn var dæmdur fyrir var maður færður fyrir Héraðsdóm Suðurlands. Í fartölvu hans fundust 6.548 ljósmyndir og 179 hreyfimyndir sem sýndu barnaklám. Þriggja mánaða fangelsisvist þótti hæfileg fyrir manninn sem safnaði barnaklámi. Í dómi sagði að litið hafi verið til þess að um mjög mikið magn mynda væri að ræða. Þar hefði einnig verið að finna myndir af mjög ungum börnum, nánast reifabörnum, sem svívirt væru á ruddalegan hátt. Af þessum orðum má ætla að dómarinn hafi talið sig vera að dæma manninn til þungrar refsingar. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki hafa vitað að þessi söfnun væri ólögleg. Ef til vill hefur dómarinn séð aumur á honum vegna þessa misskilnings, hvað veit ég. Ég sá samt á dómi raðsælkerans að hann játaði brot sín greiðlega. Það þykir sýnt að börnin á slíkum myndum koma oftar en ekki frá fátækum ríkum þar sem stjórnvöld veita þeim smæstu í samfélaginu litlar varnir. Í sumum tilvikum hafa menn selt lítil börn eða rænt þeim til að hægt sé að útbúa myndefni fyrir mennina á fyrir framan tölvuskjáinn. Venjur og hefðir skipta miklu máli í dómsölum. Ég efast ekki um að dómarnir sem hér er getið eru í samræmi við aðra sem felldir hafa verið í svipuðum málum. Engu að síður held ég að réttlætiskennd nær allra svíði við lestur slíkra dóma.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun