Sport

Íslendingar með þrenn verðlaun á danska opna

Jakob Jóhann Sveinsson sigraði í 100 m bringusundi með yfirburðum.
Jakob Jóhann Sveinsson sigraði í 100 m bringusundi með yfirburðum. Mynd/ Visir.is
Íslensku keppendurnir á Danska opna meistaramótinu í sundi unnu til þriggja verðlauna á þriðja degi mótsins. Jakob Jóhann Sveinsson vann 100 metra bringusund með miklum yfirburðum á tímanum 1:02,62. Árni Már Árnason hafnaði í þriðja sæti í sömu grein á tímanum 1:05,48. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir synti aðeins 01/100 frá sínum besta tíma í 100 metra baksundi og endaði í öðru sæti.

Sigrún Brá Sverrisdóttir synti fínt 100 metra skriðsund í úrslitinum og endaði í fimmta sæti á tímanum 58,87.

Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir tryggði sér sæti í úrslitunum í 100 metra flugsundi þegar hún kom þriðja í mark á tímanum 1:04,41 í undanúrslitunum í kvöld.

Á morgun keppa Sigrún Brá og Kolbrún Ýr í 50 metra skriðsundi, Jón Oddur og Jakob Jóhann í 50 metra bringusundi, Jóhanna Gerða í 50 metra baksundi, Erla Dögg í 100 metra bringusundi, Sigrún Brá í 400 metra skriðsundi og svo Birkir Már í 100 metra flugsundi.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×