Lars Christiansen, leikmaður danska landsliðsins, hefur fulla trú á því að liðið geti unnið sigur á heimsmeisturum Spánverja á morgun. Af hverju? Af því þar er enginn Ivano Balic.
"Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef við spilum eins vel gegn Spánverjum á morgun og við spiluðum gegn Króötum í kvöld - munum við vinna sigur. Við áttum einfaldlega ekki möguleika á að stöðva Balic í kvöld - og í 19 af hverjum 20 skiptum - á maður ekki möguleika í að stöðva hann," sagði Christiansen.