Sport

Baldur farinn frá Keflavík

Hinn öflugi leikmaður Keflvíkinga, Baldur Sigurðsson, er á leiðinni til norska 2. deildar liðsins Bryn og mun ekki leika meira Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í sumar. Faðir Baldurs staðfesti þetta við íþróttadeild Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Heimildir íþróttadeildarinnar herma einnig að fleiri leikmenn Keflavíkur séu við það að yfirgefa félagið til að gangast til liðs við félög erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×