Lífsstíll fremur en áhugamál 24. október 2007 00:01 Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, er mikill hestamaður. Hér nær hann tengingu við nýfætt folald í sveitinni í sumar. Mynd/Ásgeir Margeirsson Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur." Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur."
Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira