Dagur sjálfumgleðinnar 15. júní 2007 06:15 Í kvöld verður Gríman veitt. Leiklistarverðlaunin, Íslensku tónlistarverðlaunin og Eddan eru svokölluð fagverðlaun veitt eftir kosningu í samtökum listamanna: Grímuverðlaunin eru veitt af þrjátíu manna hópi. Honum er ætlað að meta nær áttatíu verk sem er flestum ofviða, jafnvel þeim sem atvinnu hafa af listumfjöllun. Slíkt er framboðið. Hátíð kvöldsins verður í nær áttræðu kvikmyndahúsi sem hýsir starfsemi Íslensku óperunnar. Þar hefur sönglistin haldið til í aldarfjórðung við óviðunandi aðstæður, fyrir flytjendur og gesti. Tónlistarmenn eru ekki betur settir: Sinfónían spilar fyrir gesti sína í nær fimmtugu kvikmyndahúsi sem er viðurkennt að er með ónýtan hljómburð. Þjóðleikhúsbyggingin er í hörmulegu ástandi utan áhorfendasvæða og í nær þrjátíu ára Borgarleikhúsi er kominn tími á viðhald. Þar verður ekkert leikið í sumar vegna viðgerða á áhorfendasvæðum. Listasafn Íslands býr við þröngan kost. Utan Reykjavíkur byggja menn menningarhús: Ísfirðingar hafa leyst sín mál á farsælan hátt. Á Akureyri rís hús í sumar undir leiklist, tónlist og fleira. Í öðrum fjórðungum deila menn um staðsetningu. Þessi nýja kynslóð samkomuhúsa kemur í stað félagsheimilanna sem risu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar í stað þeirra sem risu strax eftir stríðið eða enn fyrr. Þau gömlu hús grotna áfram niður - vegna lítils viðhalds víðast hvar. Íslensk menning er steinsteypa. Og sú var trú manna lengi að steinsteypa væri viðhaldsfrí sem hún er ekki. Og hús verða seint menning. Það er starfsemin í þeim sem skiptir máli. Það gætir oft ríkrar sjálfumgleði á uppskeruhátíðum íslenskra listamanna, einkum hjá sviðslistamönnum og kvikmyndafólki. Það þykist slegið ljóma frægðar sem er fyndin hugmynd á stóru landi og fámennri þjóð. Enn frekar þegar litið er til hvernig valið er - sem alltaf er umdeilt. Listalífið í landinu er af einum stofni með mörgum greinum. Einyrkjar og samtök listamanna standa fyrir ýmiskonar starfi. Það er einungis fáum tryggt viðurværi í opinberu starfi. Stofnanir þurfa nauðsynlega að búa við endurnýjun stjórnenda. Þar eiga menn ekki að festast í sessi. Nýir menn hleypa fjöri í starf eins og nýr forstöðumaður Norræna hússins hefur sýnt. Svo ríkur þáttur sem listir og menning eru í lífi þjóðarinnar er stjórnvöldum skylt að huga stöðugt að umhverfi listanna. Þegar náðarár nýrrar ríkisstjórnar er liðið verður spurt að því: hver verður fjárhagsrammi listanna í landinu næstu árin? Ekki í steinsteypu og viðhaldi, heldur lifandi starfi? Ekkert er okkur óhollara en sjálfumgleðin í þeim efnum. Um þau mál er best að ræða grímulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun
Í kvöld verður Gríman veitt. Leiklistarverðlaunin, Íslensku tónlistarverðlaunin og Eddan eru svokölluð fagverðlaun veitt eftir kosningu í samtökum listamanna: Grímuverðlaunin eru veitt af þrjátíu manna hópi. Honum er ætlað að meta nær áttatíu verk sem er flestum ofviða, jafnvel þeim sem atvinnu hafa af listumfjöllun. Slíkt er framboðið. Hátíð kvöldsins verður í nær áttræðu kvikmyndahúsi sem hýsir starfsemi Íslensku óperunnar. Þar hefur sönglistin haldið til í aldarfjórðung við óviðunandi aðstæður, fyrir flytjendur og gesti. Tónlistarmenn eru ekki betur settir: Sinfónían spilar fyrir gesti sína í nær fimmtugu kvikmyndahúsi sem er viðurkennt að er með ónýtan hljómburð. Þjóðleikhúsbyggingin er í hörmulegu ástandi utan áhorfendasvæða og í nær þrjátíu ára Borgarleikhúsi er kominn tími á viðhald. Þar verður ekkert leikið í sumar vegna viðgerða á áhorfendasvæðum. Listasafn Íslands býr við þröngan kost. Utan Reykjavíkur byggja menn menningarhús: Ísfirðingar hafa leyst sín mál á farsælan hátt. Á Akureyri rís hús í sumar undir leiklist, tónlist og fleira. Í öðrum fjórðungum deila menn um staðsetningu. Þessi nýja kynslóð samkomuhúsa kemur í stað félagsheimilanna sem risu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar í stað þeirra sem risu strax eftir stríðið eða enn fyrr. Þau gömlu hús grotna áfram niður - vegna lítils viðhalds víðast hvar. Íslensk menning er steinsteypa. Og sú var trú manna lengi að steinsteypa væri viðhaldsfrí sem hún er ekki. Og hús verða seint menning. Það er starfsemin í þeim sem skiptir máli. Það gætir oft ríkrar sjálfumgleði á uppskeruhátíðum íslenskra listamanna, einkum hjá sviðslistamönnum og kvikmyndafólki. Það þykist slegið ljóma frægðar sem er fyndin hugmynd á stóru landi og fámennri þjóð. Enn frekar þegar litið er til hvernig valið er - sem alltaf er umdeilt. Listalífið í landinu er af einum stofni með mörgum greinum. Einyrkjar og samtök listamanna standa fyrir ýmiskonar starfi. Það er einungis fáum tryggt viðurværi í opinberu starfi. Stofnanir þurfa nauðsynlega að búa við endurnýjun stjórnenda. Þar eiga menn ekki að festast í sessi. Nýir menn hleypa fjöri í starf eins og nýr forstöðumaður Norræna hússins hefur sýnt. Svo ríkur þáttur sem listir og menning eru í lífi þjóðarinnar er stjórnvöldum skylt að huga stöðugt að umhverfi listanna. Þegar náðarár nýrrar ríkisstjórnar er liðið verður spurt að því: hver verður fjárhagsrammi listanna í landinu næstu árin? Ekki í steinsteypu og viðhaldi, heldur lifandi starfi? Ekkert er okkur óhollara en sjálfumgleðin í þeim efnum. Um þau mál er best að ræða grímulaust.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun