Kynjasögur Egils 13. júní 2007 03:00 Það hljóp á snærið hjá blöðunum í síðustu viku þegar skarst í odda á milli Egils Helgasonar og Ara Edwald. Ekki sáu þau ástæðu til að fá hlutlausan lögfræðing til að rýna í tölvupóstsamskipti þeirra - svona rétt til að fræða almenning á því hvað stenst lög - heldur létu þá um að skattyrðast. Egill brá sér síðan í helgarviðtal til Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Blaðinu þar sem hann útlistar það sem bíður hans á Ríkissjónvarpinu. Ekki er nóg með að hann eigi að stýra þar Silfrinu, heldur stendur líka til að hann sjái um bókmenntaþáttinn sem Rithöfundasamband Íslands hefur barist fyrir um nokkurt skeið. Egill uppljóstrar líka að komið hafi til tals að hann geri heimildamyndir. Mikið er gaman að nú skuli vera til nægt fé til að sinna innlendri dagskrárgerð. Ég man ekki eftir öðrum nýlegum íslenskum þáttum í svipinn nema Kastljósi, Tíu fingrum, Stundinni okkar, forkeppni Evróvisjón og þættinum þar sem Jón Ólafsson talar aðallega við aðra karlmenn. Egill hefur einmitt legið undir sama ámæli og um það spyr Kolbrún hann í viðtalinu. Hann kveðst aftur á móti ekki vera nein karlremba. „Hlutföllin í samfélaginu eru bara svona 30/70 - í ríkisstjórn og Alþingi og hjá yfirmönnnum á fjölmiðlum svo er það enn þá verra í stjórnun fyrirtækja. Þátturinn speglar það einfaldlega." Svo segir Egill að mamma hans hafi unnið úti, pabbi hans hafi frekar verið heima þegar Egill var lítill og hugmyndin um jafnrétti sé honum því í blóð borin. Af því mætti þá leiða þær líkur að kynjahlutföllin í Silfrinu væru jöfn ef mamma Egils hefði verið húsmóðir og pabbi hans haldið sig í vinnunni. Þá sjaldan ég hef séð Silfur Egils er ekki verið að tala við neina ráðamenn í þjóðfélaginu eins og einnig mætti halda af svari hans, heldur t.d. þá Andrés Magnússon, Karl Th. Birgisson og Hallgrím Helgason. Stundum flýtur Jónína Ben líka með. Þetta eru engir ráðamenn, heldur bara fólk með sterkar skoðanir. Engin leið er að fullyrða að á meðal þeirra Íslendinga sem liggur eitthvað á hjarta um þjóðmálin séu aðeins 30% konur en heil 70% karlar en ég hlakka auðvitað til að sjá hvort Egill ætli að nýta sömu reikningskúnstirnar í bókmenntaþættinum. Þá er nefnilega alveg spurning hvort ég fái ekki bara að greiða 30% af afnotagjöldunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun
Það hljóp á snærið hjá blöðunum í síðustu viku þegar skarst í odda á milli Egils Helgasonar og Ara Edwald. Ekki sáu þau ástæðu til að fá hlutlausan lögfræðing til að rýna í tölvupóstsamskipti þeirra - svona rétt til að fræða almenning á því hvað stenst lög - heldur létu þá um að skattyrðast. Egill brá sér síðan í helgarviðtal til Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Blaðinu þar sem hann útlistar það sem bíður hans á Ríkissjónvarpinu. Ekki er nóg með að hann eigi að stýra þar Silfrinu, heldur stendur líka til að hann sjái um bókmenntaþáttinn sem Rithöfundasamband Íslands hefur barist fyrir um nokkurt skeið. Egill uppljóstrar líka að komið hafi til tals að hann geri heimildamyndir. Mikið er gaman að nú skuli vera til nægt fé til að sinna innlendri dagskrárgerð. Ég man ekki eftir öðrum nýlegum íslenskum þáttum í svipinn nema Kastljósi, Tíu fingrum, Stundinni okkar, forkeppni Evróvisjón og þættinum þar sem Jón Ólafsson talar aðallega við aðra karlmenn. Egill hefur einmitt legið undir sama ámæli og um það spyr Kolbrún hann í viðtalinu. Hann kveðst aftur á móti ekki vera nein karlremba. „Hlutföllin í samfélaginu eru bara svona 30/70 - í ríkisstjórn og Alþingi og hjá yfirmönnnum á fjölmiðlum svo er það enn þá verra í stjórnun fyrirtækja. Þátturinn speglar það einfaldlega." Svo segir Egill að mamma hans hafi unnið úti, pabbi hans hafi frekar verið heima þegar Egill var lítill og hugmyndin um jafnrétti sé honum því í blóð borin. Af því mætti þá leiða þær líkur að kynjahlutföllin í Silfrinu væru jöfn ef mamma Egils hefði verið húsmóðir og pabbi hans haldið sig í vinnunni. Þá sjaldan ég hef séð Silfur Egils er ekki verið að tala við neina ráðamenn í þjóðfélaginu eins og einnig mætti halda af svari hans, heldur t.d. þá Andrés Magnússon, Karl Th. Birgisson og Hallgrím Helgason. Stundum flýtur Jónína Ben líka með. Þetta eru engir ráðamenn, heldur bara fólk með sterkar skoðanir. Engin leið er að fullyrða að á meðal þeirra Íslendinga sem liggur eitthvað á hjarta um þjóðmálin séu aðeins 30% konur en heil 70% karlar en ég hlakka auðvitað til að sjá hvort Egill ætli að nýta sömu reikningskúnstirnar í bókmenntaþættinum. Þá er nefnilega alveg spurning hvort ég fái ekki bara að greiða 30% af afnotagjöldunum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun