Handbolti

Tap fyrir Portúgal

Mynd/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM sem fram fer í Rúmeníu þegar liðið lá 33-29 fyrir Portúgal. Portúgalska liðið hafði yfirhöndina frá upphafi til enda og hafði yfir 16-8 í hálfleik. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Ísland og Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk.

Sólveig Lára Kjærnested og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu 4 mörk hvor, Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 3 mörk, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2 og Hanna Stefánsdóttir 1. Berglind Íris Hansdóttir varði 23 skot í íslenska markinu.

Næsti leikur liðsins á mótinu er strax á morgun og er hann við heimamenn Rúmena. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×