Volvo í útrás í Austurlöndum 27. september 2006 00:01 Volvo ætlar að auka við hlut sinn í vöruflutningabílaframleiðandanum Nissan Diesel Motors og stækka markað sinn í Asíu á næstu árum. Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor. Kaupvirðið nemur 500 milljónum sænskra króna eða rúmum 4,8 milljörðum íslenskra króna. Volvo á fyrir 13 prósent hlutafjár í Nissan Diesel Motor en hefur hug á að verja sem nemur 4 milljörðum sænskra króna eða ríflega 38 milljörðum íslenskra króna til að auka hlutinn í 46,5 prósent á næstu átta árum. Volvo er næststærsti framleiðandi á vöruflutningabílum í heiminum á eftir DaimlerChrysler og var haft eftir Carlos Ghosn, forstjóra Nissan, að fyrirtækinu hefði litist best á Volvo sem kaupanda. Með þessu hefur Nissan losað um öll fjárhagstengsl við trukkaframleiðandann. Volvo hefur verið undir þrýstingi að hækka arðgreiðslur til hluthafa en stjórn félagsins vill fremur ljúka við yfirtökum sem eru á áætlunum félagsins áður en arðgreiðslur verða hækkaðar. Volvo hóf kaup á bréfum í Nissan Diesel Motor í mars á þessu ári og er stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Með kaupunum er horft til þess að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins í Asíu. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor. Kaupvirðið nemur 500 milljónum sænskra króna eða rúmum 4,8 milljörðum íslenskra króna. Volvo á fyrir 13 prósent hlutafjár í Nissan Diesel Motor en hefur hug á að verja sem nemur 4 milljörðum sænskra króna eða ríflega 38 milljörðum íslenskra króna til að auka hlutinn í 46,5 prósent á næstu átta árum. Volvo er næststærsti framleiðandi á vöruflutningabílum í heiminum á eftir DaimlerChrysler og var haft eftir Carlos Ghosn, forstjóra Nissan, að fyrirtækinu hefði litist best á Volvo sem kaupanda. Með þessu hefur Nissan losað um öll fjárhagstengsl við trukkaframleiðandann. Volvo hefur verið undir þrýstingi að hækka arðgreiðslur til hluthafa en stjórn félagsins vill fremur ljúka við yfirtökum sem eru á áætlunum félagsins áður en arðgreiðslur verða hækkaðar. Volvo hóf kaup á bréfum í Nissan Diesel Motor í mars á þessu ári og er stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Með kaupunum er horft til þess að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins í Asíu.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira