Stýrivextir hækka í Noregi 31. maí 2006 17:03 Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. Þar segir ennfremur að væntingar markaðsaðila hafi verið blendnar enda hafi menn ýmist búist við óbreyttum vöxtum eða sömu hækkun og raunin varð. Hækkanir á heimsmarkaðsverði olíu hafa aukið tekjur í norskum olíuiðnaði umtalsvert og stuðlað að þenslu í norsku efnahagslífi, að sögn greiningardeildarinnar. Þrátt fyrir merki um þenslu var kjarnaverðbólga, þ.e. verðbólga án orkuverðs og skatta, aðeins 0,8 prósent í apríl á meðan markmið seðlabankans miðast við 2,5 prósent. Því mun seðlabankinn halda vöxtum tiltölulega lágum enn um sinn þar til verðbólgan fer að nálgast markmið bankans. Þá segir að aatvinnuleysi í Noregi hafi mælst 2,8 prósent og hafi það ekki verið minna síðan í lok árs 2001. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Noregs hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka segir að þetta sé í fjórða sinn á innan við ári sem bankinn hækkar stýrivextina. Þar segir ennfremur að væntingar markaðsaðila hafi verið blendnar enda hafi menn ýmist búist við óbreyttum vöxtum eða sömu hækkun og raunin varð. Hækkanir á heimsmarkaðsverði olíu hafa aukið tekjur í norskum olíuiðnaði umtalsvert og stuðlað að þenslu í norsku efnahagslífi, að sögn greiningardeildarinnar. Þrátt fyrir merki um þenslu var kjarnaverðbólga, þ.e. verðbólga án orkuverðs og skatta, aðeins 0,8 prósent í apríl á meðan markmið seðlabankans miðast við 2,5 prósent. Því mun seðlabankinn halda vöxtum tiltölulega lágum enn um sinn þar til verðbólgan fer að nálgast markmið bankans. Þá segir að aatvinnuleysi í Noregi hafi mælst 2,8 prósent og hafi það ekki verið minna síðan í lok árs 2001.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira