Mikið ber í milli Evrópu og Ameríku 21. september 2006 00:01 Fundað í Ástralíu Susan Schwab, sem er fulltrúi bandarísku viðskiptanefndarinnar í Cairns í Ástralíu, heilsar við komuna þangað í gær. MYND/AP Enn ber mikið í milli Bandaríkjanna og Evrópu í tilraunum til að koma aftur af stað viðræðum um landbúnaðarafurðir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lagðar voru fram nýjar tillögur á fundi svokallaðs Cairns-hóps í Ástralíu, en í honum eru fulltrúar átján landa sem flytja út landbúnaðarvörur. Mark Veile, viðskiptaráðherra Ástralíu, kynnir tillögurnar á fundinum sem hófst í Cairns í Ástralíu í gær og lýkur á morgun. Susan Schwab, sem fer fyrir sendinefnd Bandaríkjanna, segir tillögurnar fela í sér ákveðna möguleika, en Carlo Trojan, yfirsamningamaður Evrópusambandsins innan WTO, hafnaði tillögunum alfarið, með þeim orðum að Bandaríkjamenn legðu of lítið á sig. Áströlsku tillögurnar fela í sér að Evrópusambandið auki tilboð sitt um niðurskurð tolla á landbúnaðarafurðum um fimm prósent um leið og Bandaríkin dragi úr stuðningi við landbúnað hjá sér um fimm milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 350 milljörðum íslenskra króna. Í dag er ráðgert að Carlo Trojan og Susan Schwab hittist á sérstökum fundi utan almennra fundahalda í Cairns og ræði málin. Ekki eru þó miklar væntingar um stórtíðindi af þeim fundi. Fari svo að svokallaðar Doha-viðræður WTO sigli alveg í strand er gert ráð fyrir að ríki taki í auknum mæli upp tvíhliða samninga um tollamál sín á milli. Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Enn ber mikið í milli Bandaríkjanna og Evrópu í tilraunum til að koma aftur af stað viðræðum um landbúnaðarafurðir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Lagðar voru fram nýjar tillögur á fundi svokallaðs Cairns-hóps í Ástralíu, en í honum eru fulltrúar átján landa sem flytja út landbúnaðarvörur. Mark Veile, viðskiptaráðherra Ástralíu, kynnir tillögurnar á fundinum sem hófst í Cairns í Ástralíu í gær og lýkur á morgun. Susan Schwab, sem fer fyrir sendinefnd Bandaríkjanna, segir tillögurnar fela í sér ákveðna möguleika, en Carlo Trojan, yfirsamningamaður Evrópusambandsins innan WTO, hafnaði tillögunum alfarið, með þeim orðum að Bandaríkjamenn legðu of lítið á sig. Áströlsku tillögurnar fela í sér að Evrópusambandið auki tilboð sitt um niðurskurð tolla á landbúnaðarafurðum um fimm prósent um leið og Bandaríkin dragi úr stuðningi við landbúnað hjá sér um fimm milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 350 milljörðum íslenskra króna. Í dag er ráðgert að Carlo Trojan og Susan Schwab hittist á sérstökum fundi utan almennra fundahalda í Cairns og ræði málin. Ekki eru þó miklar væntingar um stórtíðindi af þeim fundi. Fari svo að svokallaðar Doha-viðræður WTO sigli alveg í strand er gert ráð fyrir að ríki taki í auknum mæli upp tvíhliða samninga um tollamál sín á milli.
Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira