Góð launahækkun hjá forstjóra Ford 6. september 2006 13:41 Tveir forstjórar ford Alan Mulally, verðandi forstjóri Ford, ásamt Bill Ford, fráfarandi forstjóra fyrirtækisins, á blaðamannafundi í síðustu viku. markaðurinn/AP markaðurinn/AP Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans. Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford greindi frá forstjóraskiptum hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Bill Ford, langafabarn stofnandans, mun láta af störfum sem forstjóri en Alan Mulally, fyrrum forstjóri flugvélaverksmiðjunnar Boeing, tekur sæti hans. Ford mun engu að síður halda sæti sínu sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ford launar Mulally ríkulega fyrir forstjóraskiptin. Hann fær 2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 142 milljónir íslenskra króna í árslaun auk bónusa og kaupréttarákvæði upp á 4 milljónir hluta í bréfum Ford. Þar að auki fær hann 18,5 milljónir dala eða ríflega 1,3 milljarða íslenskar krónur fyrir það eitt að taka starfið að sér. Til samanburðar námu árslaun Mulallys hjá Boeing 825.000 dölum eða 59,2 milljónum króna og er hækkunin við tilfærsluna því rúmlega tvöföld. Ofan á launin bættist svo við bónusgreiðslur og kaupréttarákvæði. Fjárhagsvandi Ford er ærinn og horfir fyrirtækið til þess að Mulally nái að snúa afkomu fyrirtækisins til betra horfs. Ford tapaði 1,3 milljörðum bandaríkjadölum eða rúmum 90 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins og lét Bill Ford, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, hafa eftir sér að hagræða þyrfti verulega í rekstrinum. Dró hann í efa að hann væri rétti maðurinn til að stýra fyrirtækinu inn í framtíðina og var því afráðið að leita eftirmanns hans.
Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent